Goðasteinn - 01.09.1970, Page 59
Dagur Brynjúlfsson frá
Ganlverjabæ:
í Reykjaréttir fyrir
aldamótin 1900
Föstudagurinn í 23. viku sumars er mikill merkisdagur í meðvit-
und okkar margra eldri Árnesinga. Það er sem sé Reykjarétta-
dagurinn. Mestan hluta ævi okkar, sem búið höfum milli Hvítár
og Þjórsár, hefir þessi dagur verið alveg sérstakur, tilbreytingar-
ríkur, merkur umfram flesta aðra daga ársins. Það var merkis-
dagur í atvinnulífi fólksins, merkisdagur í skemmtanalífi og merkis-
dagur í viðskiptalífi héraðsbúa.
Það lætur því að líkum, þegar réttahald þetta er ekki orðið
utan svipur hjá sjón og engar líkur til, að það nái sér upp aftur
í svipað horf og var kringum síðustu aldamót, að hugur okkar,
sem fórum í þessar réttir frá barnsaldri, árlega, fram um sextugt
- það er full 50 ár - hvarfli til réttanna þennan dag.
En fyrir um 10 árum voru allar samgöngur sauðfjár bannaðar
milli niður- og uppsveita vegna sauðfjársjúkdómanna. Þar með
féll niður af sjálfu sér að rétta Flóafé á Reykjum og um leið
allur glans af því réttahaldi.
En þó hvarflar hugurinn til réttanna þennan dag. Hin barns-
lega tilhlökkun rifjast upp frá fyrstu réttaferðum og mörg atvik
og viðburðir þess dags frá fullorðinsárunum.
Það minnsta, sem ég nú get gjört mér til glaðningar á rétta-
Goðastehm
57