Goðasteinn - 01.09.1970, Síða 61

Goðasteinn - 01.09.1970, Síða 61
fjallinu og margvíslegt tilefni fyrir unglinga að hlakka til rétta- dagsins. Og ég ætlaði í réttirnar! Mér hafði verið lofað því um vorið ef ég yrði viljugur að smala ánum. Fyrst um sauðburðinn og svo sitja hjá kvíánum fram eftir sumrinu. Það var nú hvorttveggja, að til mikils var að vinna, enda var margur smalakrókurinn, marg- ur spretturinn allt sumarið. Við vorum tveir drengir, hinn nokkru eldri. Smalamennskan var erfið, engar girðingar þá til og hag- arnir fullir af geldfé, ókunnugu. Það gerði smölunina mjög erfiða. Þó ærnar væru dálítið blakkari á lagðina, sást það ekki vel til- sýndar. Það vildu því verða býsna margir og langir krókarnir, sem varð að hlaupa. Og þetta var alla daga, allt sumarið og hvernig sem veður var, stundum blindþoka og dimmviðri. Smala- vegurinn rúmur eins klukkutíma gangur á langveginn en um þriggja kortera á þverveginn. Alltaf gangandi! Landið er hraun, sem þótti illt yfirferðar fyrir hesta. Venjuleg smölun tók um þrjá klukkutíma. Ég átti líka að fá góðan hest í réttirnar, hæfilega viljugan fyrir mig og fljótan. Sjálfsagt var að ríða í sprettum og reyna hestinn við hestana hjá strákunum á hinum bæjunum, sem við mundum hitta á leiðinni. Og ég átti að ríða í hnakk og hafa nestispoka fyrir aftan mig með kjöti og kökum og lummum. Þetta voru nú engir smámunir. Og ég mátti fara kveldið fyrir sjálfan réttadaginn og vera í tjaldi hjá fjallmanninum yfir nóttina á Murneyri við Þjórsá, en þar var þá jafnan legið með safnið síðustu nóttina. Áður en lagt var af stað, var ég drifinn í jakka af fullorðnum manni utan yfir mig og látinn hafa hlýjan trefil um hálsinn; ekki myndi veita af að búa sig vel undir nóttina. 1 fæturna var ég færður í gráa reið- sokka, sem náðu uppfyrir hné. I þeim var ég utanyfir skónum. Fóstra mín tók nálspor í sokka þessa bæði utan- og innanfótar svo þeir færu ekki niður. Svo var lagt af stað, og allt gekk vel. Þegar komið var austur á Murneyri, var safnið þar komið. Venjulega var búið að tjalda í albjörtu. Þá var nú heldur en ekki líflegt yfir að líta. Fyrst og fremst allt féð, safnið 30-40 þúsund fjár, en svo mun það hafa Goðasteinn 59
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.