Goðasteinn - 01.09.1970, Qupperneq 91
stjórninni tók þá Grímur Thorarensen hreppstjóri í Kirkjubæ og
hafði hana á hendi, unz verkinu var lokið. Tók hann sér til að-
stoðar Magnús Knút Sigurðsson frá Seljalandi. Var verkinu lok-
ið 9. júlí. Hafði það gengið miklu fljótar en menn höfðu gert sér
von um. Voru oftast frá 40-70 menn að verki, flestir úr sveit-
inni. Kostnaður mun hafa farið rúmar 1000,00 kr. yfir áætlun,
einkurn vegna þess, að menn og hestar voru dýrari en t,il var
ætlazt og örðugra með grjóttöku. Bæði Ungmennafélagið og bænd-
ur greiddu að fullu þá dagsverkatölu, sem lofað hafði verið. Komu
4 dagsverk á hvern vinnufæran mann í félaginu, og var það unn-
ið jafnt af konum sem körlum. En flestir húsbændur og foreldrar
félagsmanna leyfðu þeim að vinna sitt skylduverk og bættist
þannig við þá dagsvcrkatölu, sem þeir sjálfir (húsbændurnir) höfðu
lofað, svo að hún hjá sumum tvöfaldaðist eða meir. Varð hæst
dagsverkatala á heimili 35 alls. Nokkrir félagsmenn gátu ekki
unnið sjálfir og borguðu þeir úr eigin vasa það, sem þeim bar
af hinum niðurjöfnuðu dagsverkum. Flcst kvenfólkið, scm í fé-
laginu var, vann sjálft sína dagsverkatölu.
Garðurinn er 700 metrar á lengd eða 370 faðmar. Grjót er
í allri norðvesturhliðinni, og út frá henni ganga 64 straumbrjótar
úr grjóti, kostnaður nál. 8.600,00 kr. Borgaði Búnaðarfélag ís-
lands og landssjóður rúman hclming, en hitt hafa hreppsbúar og
jarðeigendur borgað.
Á síðastliðnum vetri kom allmikið vatn í Fljótið, og lagðist
meðfram garðinum að neðanverðu. Gróf það undan nokkrum
straumbrjótum og féllu þeir ofan í álinn og mynduðu með því öfl-
uga fyrirstöðu. Einnig grófst undan garðinum sjálfum milli nokk-
urra brjóta. Þetta stóð svo í sumar án þess að við væri gert, og
þrátt fyrir allmikinn vöxt í fljótinu lengst af í sumar, bættist
ekki við skemmdirnar.
1 haust var svo gert við það, sem bilað hafði, og er garður-
inn á þeim kafla nú hálfu betri en áður.
Af þessu eina ári, scm liðið er síðan garðurinn var byggður,
verður engin ályktun dregin um það, hvernig hann muni reyn-
ast, en svo mikið er þó óhætt að segja, að hann gefur góða von
um verulegan árangur. Og líkindi sýnast til þess, að ef hann
Goðastehm
ÍÍ9