Goðasteinn - 01.09.1970, Page 92
væri lengdur um 100-200 faðma þá mundi hann algerlega bægja
Fljótinu frá og mundi þá sýna sig, að ekki hafði verið til einskis
barizt.
Mál þetta hefur kostað mikla umhugsun og fyrirhöfn, eins og
öll mikilvæg mál, sem komið er í framkvæmd. Það sýnir, að sjald-
an fellur eik við fyrsta högg, og að ekki dugar að gefast upp þó
ekki gangi allt að óskum. Ef maður er með sjálfum sér sann-
færður um nauðsyn og nytsemi einhvers máls, þá má maður ekki
gefast upp, þrátt fyrir ýmislegan mótblástur, en leitast við að
nota hvert tækifæri, sem býðst til að hrinda því áleiðis. Og bjóð-
ist gott tækifæri, þá að beita öllum kröftum til þess að ná tak-
markinu og gleyma því aldrei að:
„Sé merkið hreint, sem hátt og djarft þú ber,
snýr hindrun sérhver aftu'r, sem mætir þér.“
Brúnum, vorið 1911
90
Goðastemn