Úrval - 01.02.1978, Side 3
1
2. hefti
37. ár
Úrval
Febrúar
1978
Þegar daginn er aftur tekið að lengja birtir líka til í hugum manna, og það
er þess vegna ekki alveg út í bláinn, að í þessu hefti Úrvals erum við með tvær
greinar af léttara taginu. Önnur er eftir Will Stanton, sem hefur oft skemmt
okkur áður, en hin er eftir Art Buchwald, sem hefur það að atvinnu — og
hefur haft um áratugi — að vera skemmtilegur á prenti. Af öðrum
athyglisverðum greinum má nefna Á menning okkar sér enga hliðstæðu,
athyglisverða grein eftirdr. Jósif Sjklovskí, og aðra sem tengist henni kannski
eitthvað lítilsháttar, Þrír fljúgandi furðuhlutir, eftir James Daniel.
Þegar litið er yfir efni þessa heftis sýnist sem svo að flestir geti fundið þar
eitthvað við sitt hæfi, en það er einmitt markmið Úrvals, og svo er að sjá á
svörum við skoðanakönnunni, sem nú er í gangi, að það hafi tekist. Af
skoðanakönnuninni er annars það að frétta, að svör við endurbirtingunni í
janúarheftinu eru nú sem óðast að skila sér, og horfur em á, að nægilega
mörg svör berist til þess að könnunin geti talist marktæk. Þó væri enn
æskilegt að fá fleiri svör, og er hér með skorað á þá, sem ekki hafa sent svör,
að drífa í því nú þegar. Ef þið eigið ekki janúarheftið með spurninga-
listanum, er þjóðráð að vita hvort heftið er ekki enn fáanlegt á næsta sölustað
og verða sér úti um eintak.
Ritstjóri.
Kápan:
Þóttjens Alexandersson heiti raunar íslensku nafni, er hann tiltölulega nýorðinn
íslendingur og sér því landið enn með dálítið öðrum augum heldur en þeir, sem
hér eru barnfæddir. Eins og sjá má á kápumyndinni hefur hann auga fyrir
náttúrufegurðinni og kann að festa hana á filmu.