Úrval - 01.02.1978, Qupperneq 10
8
LJRVAL
aði sínum sjálfar. En þar sem megin-
tilgangurinn með opinberum leik
þeirra er að kynna lög, hlaupa plötu-
fyrirtækin venjulega undir bagga og
gera þetta fjárhagslega kleift. En svo
mikið fé, sem fer í útlát, er líka von á
miklu fé inn. Plötur eru tiltölulega
dýrar, og þegar sala á plötum er komin
upp í 100 þúsund stykki, fara þær að
skila arði, þótt miklu hafi verið til
kostað. Og plötufyrirtækin lifa góðu
lífi á þeim plötum, sem ná
milljónafjórðungi til hálfri milljón í
sölu, þótt þau þurfi líka að dragnast
með plötur sem ekki gera í blóðið sitt.
Þessi bransi getur reynst viðsjár-
verður fyrir ungt tónlistarfólk, sem
verður auðveld bráð ófyrirleitinna
umboðsmanna, klúbbeigenda og
fulltrúa plötufyrirtækjanna. (Sagt er
ummann, sem stjórnarþekktu hljóm-
plötufyrirtæki, aðhannsegivið hljóm-
sveitirnar, sem hann gerir samninga
við: ,,Skrifíðhvaðaprósentur, semþið
viljið — ég borga hvort sem er bara það
sem ég borga.”) En ef hljómsveitar-
maðurinn fær það sem honum ber, og
ef hann getur haldið vinsældum í þrjú
til fjögur ár, getur hann sest rólegur í
helgan stein þrítugur að aldri.
Og það kemur upphafsmanni alls
þessa, Thomasi AlvaEdison, sennilega
til að bylta sér í gröfínni. Því hann
settist aldrei\ helgan stein. Ogvarð 89
ára. ★
SANDGOS
Norðurhluti Tjúmenhéraðs stendur á sandi. En frostið sem aldrei fer
úr jörðinni kemur í veg fyrir að byggingarmenn geti komist að þessum
sandi með venjulegum hætti. Nú hafa verkfræðingar fundið frumlega
lausn á þessum vanda. Boraðar eru tvær holur í freðmýrina með stuttu
millibili. Vatni er dælt í aðra en lofti í hina. Árangurinn verður mikið
gos af blautum sandi.
RISASTÓR VÉLSKÓFLA
Stærsta vélskóflaí Sovétríkjunum erframleidd í Úkraínu. Hún er 60
metra há og vegur 4000 tonn. 7 manna áhöfn þarf til að stjórna henni.
Sjálf skóflan vegur 50 tonn og rúmar 35 rúmmetra af jarðefnum. Vél-
skóflan er nú notuð við leirflögugröft í Eistlandi.