Úrval - 01.02.1978, Page 12

Úrval - 01.02.1978, Page 12
10 LJRVAL mér thai, gæti það enginn. Þótt hún væri upprunalega kínverks talaði hún lýtalausa thailensku og var sjálf- menntuð bæði í þýsku og ensku. Og þótt hún væri kannski — ja, svolítið skrýtin — þá var óhætt að fullyrða að það færi engin í fötin hennar. Ég gleymi aldrei þeim degi, er fröken Muey kom fyrst heim til okkar. Hún stóð í dyrunum, grannvaxin kona á að giska fertug með herskátt heljarbros og gríðarstór sólgleraugu, sem hún tók aldrei ofan. Hún kynnti sig með furðulega hárri, mjórri og hrjúfri röddu, og allar setningar sveigðust upp í endann. ,,Ég hef kennt mörgum ameríkön- um”, sagði hún. „Flestir eru heimskingjar. Sérstaklega karlmenn- irnir, hefur mér reynst. En konurnar eru latari, hefur mér reynst. Hvað heldur þú um það?” ,,— Nú — ég...” ,,Allt í lagi. Ef þú ert löt eða heimsk, vil ég ekki kenna þér. Ef þú lýgur að mér, kem ég ekki aftur. Ef þú vilt læra thai verðurðu að lesa. thai. Ekki það sem þú munt kalla hljóð-fræði-i. Hljóð-fræð-i er prump. Kennir þér að tala svo enginn getur vitað hvað þú ert að segja. Ég kenni þér thaistafrófið. Þú átt að tala thai eins og thailendingar, ekki eins og hljóð-fræð-i.” ,,Hérna— fröken Muey, ég hélt kannski að...” ,,Þú hélst kannski ekki neitt. Þú vilt læra thai af mér, og ég verð að vera stolt þegar einhver heyrir til þín.” Hún rótaði í gámstórri handtösk- unni sinni og dró upp úr henni thai- lenskt stafrófskver. Á fyrstu blaðsíð- unni benti hún á thailenska táknið go, sem lítur út svipjað og n og táknar hart g. Ofan við það var mynd af svörtum hænuunga, gai. Gai á go, rétt eins og eplið á e. ,,Sjáðu£0,” sagðihúnskipandi, og bankaði með rýtingslaga vísifingurs- nögl á gogginn á unganum. „Amerísk hljóð-fræð-i segir að það sé sama og k, svo það getur vel verið að þú valsir um allt og vitir aldrei að það er ekki sama og k. Hljóðið er go go go en ekki ko ko ko eins og kráka. Þú skalt bara segja alltaf kai í staðinn fyrir gai þegar þú ferð á markaðinn að kaupa þér kjúkling svo markaðs- konan haldi að þú segir kai — egg — vegna stafsins ko en þú þekkir bara ameríska hljóð-fræð-i svo þú heyrir aldrei muninn og thailandingar halda að þú vitir bara ekki hvað.” Innra með mér hvíslaði lítil rödd: ,,Ef þessi kona verður hér ennþá eftir 15 mínútur, hefur þú samþykkt hvað sem er.” Fröken Muey hélt áfram að pikka í neflð á unganum eins og hún ætlaði að dáleiða mig. „Hafðu eftir mér þessa setningu: ,,Hún fór mjög hægt með röð af hljóðum. Ég lagði mig fram um að hafa þau eftir — engin hermikráka hefði getað lagt meira á sig en ég. Hvers vegna lagði ég svona mikið á mig? Var það vegna þess að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.