Úrval - 01.02.1978, Page 14
12
dag gerir þú bara kannski fimmtíu
setningar. En ekki meiri lýgi.”
„Þá það,” snökti ég gegnum
dyrnar.
„Hættu þessu voli. Vertu kjur inni
í baðherbergi svo þú þurfir ekki að
horfa í andlit mitt og skammast
þín.”
Fótatak hennar fjarlægðist og ég
opnaði baðherbergisdyrnar. Æ síðan
hef ég skilið hve óendanlega mikið
felst í þeirri lyst að hjálpa fólki aði
„halda andlitinu.”
Eftir mánuð í viðbót var ég í alvöru
farin að lesa, skrifa og tala thai. Ekki
hundrað prósent, en fröken Muey
þurfti ekki að skammast sín þegar
hún hlustaði á mig. Gleði hennar
yfir framförum mínum var næstum
óþægileg. En geta mín til að halda í
við vilja hennar, til að afstýra því að
hún tæki að stjórna lífi mínu út í
æsar, var á hröðu undanhaldi. Svo
varð ég ófrísk aftur og greip það eins
og hálmstrá.
„Fröken Muey,” byrjaði ég einn
daginn, án þess að líta upp úr
dagblaðinu, sem ég hafði verið að
lesa úr með pikkið í vísifingursnögl
hennar sem taktmæli („Frú Morell,
thai hljóðfall, thai hljóðfall!”).
„Fröken Muey, það er nokkuð sem
ég þarf að segja þér.” Pikkið
snögghætti.
„Tala þú, frú Morell.”
„Ég er ófrísk. Ég vona að þú
skiljir, að ég verð að gera hlé á
náminu.”
Hún reis ofurhægt upp úr stólnum
LJRVAL
og stóð grafkyrr, með óbærilegt bros
á andlitinu.
„Það er ekki barnið, er það?
Segðu það, frú Morell. Ekki Ijúga að
mér! ’ ’
„Það er rétt — það er ekki barnið,
Ó, fröken Muey, reyndu að skilja
mig!”
Hún tók bækurnar sínar saman
hratt og snyrtilega. Svo teygði hún
sig yfir borðið og greip um axlir mér.
Hún var óhæfilega sterk. Svo rak hún
upp skelfilegt kjökurhljóð, greip
bækur sínar og flúði.
Ég frétti ekki af henni aftur fyrr en
mánuði eftir að Nick litli fæddist. Á
meðan hélt ég áfram að kynna mér
thai með aðstoð frænku kunningja
okkar, sem hafði látið í ljósi áhuga á
að kynna mér bókmenntir þjóðar
sinnar.
Þegar fröken Muey tók að
heimsækja mig aftur, minntist hún
aldrei á að halda áfram kennslunni.
Þótt hún vissi, að ég hefði fengið mér
nýjan kennara, brostum við báðar
meðan við ræddum saman og
björguðum hvor annarrar andliti.
Eftir þetta fór hún að koma við hjá
mér svo sem einu sinni í mánuði. Við
fengum okkur te og endrum og eins
leiðrétti hún eitthvað sem ég sagði
ekki rétt á thai. Svo hlógum við báðar
og spennan slaknaði. En þar kom, að
hún hætti að heimsækja mig. Ég
skrifaði henni og fékk bréfíð aftur
með stimplinum , .heimilisfang
óþekkt.”
Ég sá hana aldrei framar.