Úrval - 01.02.1978, Side 20
18
URVAl
gætilega niður og krosslagði fæturna.
Sammy bauð honum í glas. Roy
þakkaði fynr. Harvey Wallbanger,
takk. ,,Á ís.” Sammy hellti kók í tvö
glös.
Roy saup mjög settlega á glasinu.
„Þetta var gott,” sagði hann. ,,Það
hjálpar manni að slanpa af eftir erfiði
dagsins.”
„Farið þið hjónin oft í óperuna?
spurði Sammy.
„Veið erum alltaf þar,” svaraði
Roy. „Við förum líka á handbolta,
ballett....”
„Svona, svona,” sagði ég. „Ætli
við mamma ykkar ráðum ekki við
þetta héðan af. Hypjið ykkur nú í
bólin.”
„Halda þeir að fullorðið fólk tali
svona saman?” spurði ég Maggie
seinna. „Hljómum við svona í þeirra
eyrum ? ’ ’
Maggie sagðist vera hrædd um
ekki. „Við erum ekki svona fáguð í
þeirra eyrum,” sagði hún.
„ÉG DREPKVÍÐI FYRIR,” sagði
ég við Maggie þegar við beygðum inn
í heimreiðina hjá Holcomb á laugar-
dagskvöldið. „Ég vildi frekar vera að
fara í próf í þríhyrningsfræði.”
Það kom í Ijós, að Holcombhjónin
voru vinsamleg og þægileg, en
samræður gengu stirt. Mig blóðlang-
aði að spyrja Holcomb hvort „þau
hjónin” færu oft á handbolta.
„Ég get varla lýst því hvað ég hef
hlakkað til að fá ykkur hingað,”
sagði Kari. „Becky er alltaf að segja
okkur hvað það sé gaman heima hjá
ykkur, allir alltaf að gera að gamni
sínu og hlæja. Ég get varla beðið eftir
að heyra eitthvað af bröndurunum
ykkar.”
Eitthvað af innihaldi glassins míns
slettist ofan á hnéð á mér. „Góðir
hálsar,” sagði ég, „það er kominn
tími til að við leggjum spilin á
borðið.”
„Nei, hann er ekki enn,”
muldraði Maggie.
„Staðreyndin er,” hélt ég áfram,
„að ég hef hlakkað álíka mikið til
þessa kvölds og yfirheyrslu hjá skatt-
rannsóknarstjóra.
Holcomshjónin andvörpuðu bæði
jafn feginsamlega. „Drottinn minn,
já,” sagði Kari. „Þegar ég vaknaði
var ég með sting undir síðunni og ég
hef verið að vona í allan dag að ég
væri að fá botnlangakast. ”
Ward Holcomb sagði: „Við
höfum ekki heyrt um annað en hvað
þið séuð öll sniðug og fyndin.”
Maggie sagði: „Við höfum fengið
á tilfínninguna, að þið séuð mjög
formleg og fáguð. Okkar fjölskylda er
•meira....”
„Það er Becky að kenna,” sagði
Kari. „í hvert sinn sem Roy hefur
verið boðið að borða hér, varð að
nota besta leirtauið, dúkana og
servétturnar. Það kom ekki til greina
að fá sér venjulegt snarl á bakka
frman við sjónvarpið.”
„Stelpan er orðin svo fín með
sig,” sagði Ward. „Ég má hvorki
taka af mér bindið eða fara úr