Úrval - 01.02.1978, Page 20

Úrval - 01.02.1978, Page 20
18 URVAl gætilega niður og krosslagði fæturna. Sammy bauð honum í glas. Roy þakkaði fynr. Harvey Wallbanger, takk. ,,Á ís.” Sammy hellti kók í tvö glös. Roy saup mjög settlega á glasinu. „Þetta var gott,” sagði hann. ,,Það hjálpar manni að slanpa af eftir erfiði dagsins.” „Farið þið hjónin oft í óperuna? spurði Sammy. „Veið erum alltaf þar,” svaraði Roy. „Við förum líka á handbolta, ballett....” „Svona, svona,” sagði ég. „Ætli við mamma ykkar ráðum ekki við þetta héðan af. Hypjið ykkur nú í bólin.” „Halda þeir að fullorðið fólk tali svona saman?” spurði ég Maggie seinna. „Hljómum við svona í þeirra eyrum ? ’ ’ Maggie sagðist vera hrædd um ekki. „Við erum ekki svona fáguð í þeirra eyrum,” sagði hún. „ÉG DREPKVÍÐI FYRIR,” sagði ég við Maggie þegar við beygðum inn í heimreiðina hjá Holcomb á laugar- dagskvöldið. „Ég vildi frekar vera að fara í próf í þríhyrningsfræði.” Það kom í Ijós, að Holcombhjónin voru vinsamleg og þægileg, en samræður gengu stirt. Mig blóðlang- aði að spyrja Holcomb hvort „þau hjónin” færu oft á handbolta. „Ég get varla lýst því hvað ég hef hlakkað til að fá ykkur hingað,” sagði Kari. „Becky er alltaf að segja okkur hvað það sé gaman heima hjá ykkur, allir alltaf að gera að gamni sínu og hlæja. Ég get varla beðið eftir að heyra eitthvað af bröndurunum ykkar.” Eitthvað af innihaldi glassins míns slettist ofan á hnéð á mér. „Góðir hálsar,” sagði ég, „það er kominn tími til að við leggjum spilin á borðið.” „Nei, hann er ekki enn,” muldraði Maggie. „Staðreyndin er,” hélt ég áfram, „að ég hef hlakkað álíka mikið til þessa kvölds og yfirheyrslu hjá skatt- rannsóknarstjóra. Holcomshjónin andvörpuðu bæði jafn feginsamlega. „Drottinn minn, já,” sagði Kari. „Þegar ég vaknaði var ég með sting undir síðunni og ég hef verið að vona í allan dag að ég væri að fá botnlangakast. ” Ward Holcomb sagði: „Við höfum ekki heyrt um annað en hvað þið séuð öll sniðug og fyndin.” Maggie sagði: „Við höfum fengið á tilfínninguna, að þið séuð mjög formleg og fáguð. Okkar fjölskylda er •meira....” „Það er Becky að kenna,” sagði Kari. „í hvert sinn sem Roy hefur verið boðið að borða hér, varð að nota besta leirtauið, dúkana og servétturnar. Það kom ekki til greina að fá sér venjulegt snarl á bakka frman við sjónvarpið.” „Stelpan er orðin svo fín með sig,” sagði Ward. „Ég má hvorki taka af mér bindið eða fara úr
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.