Úrval - 01.02.1978, Page 25

Úrval - 01.02.1978, Page 25
FERDIN Á FELUTIND 23 gott veður, leikni og sjálfstraust þeirra sló ekki striki yfir að enginn tveggja manna leiðangur hafði nokkru sinni klifið 8000 feta fjall með þessari aðferð fyrr. Þeir höfðu enga reynslu til að byggja á þar, hvenær sem var gátu þeir mætt hinu óvænta. Skyndilega versnaði veðrið, frost- þoka og snjókoma luktist'um þá í þessum tindótta heimi, sem þeir sáu rétt aðeins við og við. Eftirvænt- ingarfullir dagar liðu meðan þeir héldu kynnisferðunum áfram og biðu þess að mistrinu létti, þeir tóku upp dótið sitt og pökkuðu saman. Fullir bjartsýni tóku þeir með sér einn ísnagla til að reka í hábrún tindsins sem merki þess hvert þeir hefðu komist. Svo var það aðfarar- nótt 7. ágúst að Felutindur kom fram úr þokunni, skuggamynd hans bar við stjörnubjartan himinn. Áður en dagur rann voru þeir komnir af stað. „Okkur leið eins og stríðþöndum bogum,” skrifaði Messner síðar. I fyrstu skímunni voru þeir að klifra upp jökulinn að norðvestur- hliðinni. Þeir héldu sig í skugganum vegna þess að sólargeislarnir opnuðu sprungur og losuðu um snjóhengjur svo snjóskriður hristu fjallshlíðina. Snemma um kvöldið slógu þeir upp búðum, í 19.500 feta hæð. Þeir hefðu getað haldið áfram, en Habeler hafði skyndilega fengið ákafan höfuðverk svo hann átti erfltt með að sjá. Það var ekki í fyrsta skipti sem þetta kom fyrir hann þegar hann var í mikilli hæð. Verstu kvalirnar hurfu venjulega innan þriggja eða fjögurra stunda. hann hafði aldrei klifrað upp fyrir 22.000 fet og Messner hafði áhyggjur af því hvernig hann myndi verða í súrefnisleysinu fyrir ofan dauðalínuna. Á meðan Habeler lá inni í tjaldinu og reyndi að bera sig vel bræddi Messner snjó í te. Eftir að hafa snætt bóndabrauð og heita súpu, reyndu þeir að sofna. Um nóttina hrökk Habeler upp af svefnmókinu og fann að höfuðverkurinn var farinn. Næsta dag rann sú stund upp að annað hvort yrðu þeir að hrökkva eða stökkva. Þar til þeir í alvöru snéru sér að brattri norðvesturhliðinni gætu þeir komist aftur niður til búðanna. En eftir það voru þeir á valdi fjallsins. Veðrabreyting, jafnvel smáóhapp á þessum fótfestulausa fjallavegg, gæti orðið þeirra hinsti dómur. Þeir stóðu kyrrir andartak og gerðu sér grein fyrir að þeir voru að fara yflr nokkurs- konar landamæri. Svo lögðu þeir á brattann. ÞEIR SKIPTUST á um að hafa forystu — 25 skref og svo hvíld til að blása mæðinni, 250 skref og forystu- skipti. Sá sem á undan var réði ferðinni upp, fann klettastall eða sprungu sem gat fært þá fram á við. Hann gat mjakað sér til hliðanna ef hann lenti í kreppu, en það var hættulegt, því þeir höfðu engan tíma til að taka á sig króka á leiðinni upp. Hvorugur bar brigður á ákvarðanir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.