Úrval - 01.02.1978, Side 26

Úrval - 01.02.1978, Side 26
24 URVAL hins. Svo algjört var gagnkvæmt traust þeirra, að einu orðin, sem sögð voru innihéldu fullvissu um, að allt gengi vel. Þeir færðust stöðugt áfram, með taktföstum hreyfingum, nokkurspöl- ur var á milli þeirra og þeir voru óbundnir, annar fylgdi nákvæmlega í fótspor hins. Andlitin þétt upp við fjallsvegginn og eins og Messner sagði, heyrðu þeir „suðið” í fjallinu. Eftir því sem sólin færðist hærra á loftið fór ís og grjót að hrynja, leiðin varð brattari, loftið þynntist og þeir áttu erfiðara með andardrátt. En þeir héldu áfram, hugsuðu ekki lengra fram í tímann en næstu 25 skref — tvær hversdagslegar, einmanalegar mannverur á gríðarstóru fjalli. Seint um eftirmiðdaginn, þegai þeir höfðu klifrast upp brattann í átta stundir, komu þeir að svörtum kletti sem slútti fram yfir sig. Þarna virtust þeir strandaðir. En þeir urðu að finna leið, þeir gátu ekki komist sömu leið niður undir myrkur. Ekki gátu þeir heldur hangið á klettastalli frostkalda nóttina. Messner, sem var foringinn þá stundina, fikraði sig að íssprungu sem hafði myndast í mjúku berglagi klettsins, sem gnæfði yfir höfðum þeirra. Hún var mjó, og brattari en nokkuð annað sem þeir höfðu þegar að baki, en þetta var leið. Með því að fara úr vettlingunum og teygja sig eins langt og hann þorði fann Messner glufu, náði taki x henni, og tosaði sig upp. Þumlung eftir þumlung mjakaðist hann áfram, hann þreifaði fyrir sér og fingur- gómarnir námu hverja smá sprungu og steinnibbu. Við þetta urðu flngurnir svo dofnir af kulda og hann varð tilfinngalaus, hann var kominn vel á veg í þessari þröngu sprungu, þar sem gaddarnir á stígvélunum hans höfðu hjálpað mikið til við að pota honum áfram. Habeler var rétt á hælum hans. Tveim stundum síðar voru þeir komnir fram hjá þessari hindrun. Habeler tók nú forystuna. Næstum því uppgefnir urðu þeir að svara þessari spurningu: Hvert á nú að halda? Habeler klifraðist upp á stóran snjóskafl, svo færðist geislandi bros yfir grátt, þreytulegt andlitið, hann hafði fundið stað, náttstað nr. 2. Rétt þar fyrir faman var klettasylla þar sem hægt var að koma fyrir tjaldi, setjast, jafnvel leggjast — hæðin var 23.300 fet. Langa stund lágu þeir með bakpokana undir höfðinu, hreyfðu sig ekki og sögðu ekkert. Nú fyrst eftir tíu stundir, þurftu þeir ekki að reyna á sig við að halda jafnvæginu eða leita að næstu handfestu, og léttirinn var munaðarfullur, þegar þreytan leið úr þreyttum skrokkun- um. Að Iokum neyddu þeir sig til að tjalda og kveikja á litla gasofninum. Myrkrið datt á, létt snjókorn flöktu og hröktust í sterkum storminum sem nauðaði á tjaldinu. Fjallgöngu- mennirnir tveir, aleinir á hátindi heimsins, drukku te og töluðu. Þeir vissu að allt var komið undir því hvort þeir hefðu næga orku eftir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.