Úrval - 01.02.1978, Side 33

Úrval - 01.02.1978, Side 33
VOÐASKOT! 31 veginn að fá taugaáfall, þar sem hún var í hópi skyldmenna okkar. Svo stóð forseti kviðdómsins upp og tók sér stöðu gegnt mér. Það var eins og veröldin stöðvaðist, þegar hann tók til máls: ,,Við teljum hinn ákærða ekki sekan,” sagði hann. Fókið varpaði öndinni og hvíslaði hátt. Móðir mín grét og einhver opnaði dyrnar að stúkunni. Ég riðaði út úr henni eins og í leiðslu. Svo gerði ég það sem mig hafði langað til að gera daginn sem lögreglan flutti mig heim eftir slysið: Ég hljóp til mömmu, féll í faðm hennar og grét. TVEIM ÁRUM SEINNA fór ég að heiman og þegar fram liðu tímar festist ég í góðu starfi og eignaðist fjölskyldu. Ég minntist aldrei á slysið, nema hvað ég sagði konu minni frá því. Þar kom, að ég fékk mér riffíl og hélt til veiða á ný. Hvers vegna? Ég veit það eiginlega ekki. Eitthvað djúpt í mér hvatti mig til þess, að hasla mér á ný völl á þessu sviði lífsins, jafnvel þótt raunveru- legur beygur minn við veiðarnar drægju nokkuð úr ánægjunni. Síðan hef ég farið í margar veiði- ferðir, en ég veit ekki til að nokkur félaga minni viti um sorgarsöguna frá 1960. Sumir þeirra kunna að hafa velt því fyrir sér hvers vegna ég var oft með riffilinn óhlaðinn, eða hvers vegna ég reyndi venjulega að veiða einn. Ég vildi ekki að neinn væri nálægt mér þegar dádýr kæmi í sjónmál og gengi út úr því aftur, meðan ég skylfi og svitnaði og reyndi að fá máttvana flngur til að kreppast um gikkinn. Þessi frásögn hefur átt ófáar ferðirnar milli ritvélarinnar og skúff- unnar síðan ég reyndi fyrst að setja hana í pappír árið 1963. Nú eftir 14 ár, segi ég frá slysinu aðeins í þeirri von að með því geti ég komið í veg fyrir sambærileg atvik, ef til vill meira að segja bjargað lífi. Hvað son minn snertir segi ég honum að halda til veiða ef honum sýnist. Ég segi honum að þrátt fyrir alla gagnrýni séu veiðar heiðvirð og heilsusamleg tómstundaiðja, ef þær séu aldrei notaðar einfaldlega tii þess að fullnægja sjálfselsku sinni. Ég ætla líka að kenna honum að vera ekki of fljótur að taka í gikkinn. Ekki bara af því að það er augljóslega hættulegt, heldur vegna þess að sannur veiðimaður ber virðingur fyrir öllum lifandi verum og tekur ekki líf í hugsunarleysi. ★ Hluti hverrar lækningar er að viðkomandi sjúklingur vilji láta læknast. Seneca.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.