Úrval - 01.02.1978, Qupperneq 36
34
URVAL
skiljurum. Sextíu hundraðshlutar af
sorpinu, sem til fellur, lýkur ferðalagi
sínu um endurnýtingastöðina sem
vandlega samblandað, loftkennt,
lyktarlaust efni, sem fer til brennslu í
kolakynta raforkuverinu Wisconsin
Electric Power Co. Þar sparar það 75
þúsund tonn af kolum á ári og
framkallar nægilegt rafmagn til að
duga 30 þúsund viðskiptavinum
Wisconsins Electric. 20% í viðbót
koma fram sem málmar, sem síðar
eru seldir til bræðslu og endurnotk-
unar. Gler er malað þangað til það er
eins og steypusandur og nýtt hjá
borginni í malbik. Þau 20%, sem
eftir standa, mestan part brennanleg
efni, eru sett í uppfyllingu þar til
unnt er að finna einhvern aðila, sem
getur nýtt þau til brennslu.
★ Þar sem áður var uppfylling á
sorphaug í Saugus í Massachussetts
stendur nú endurnýtingarstöð sem á
hverjum degi vinnurúr 1200 tonnum
af sorpi frá milli tíu og tuttugu sam-
heildum norður af Boston og þremur
sorphreinsisvæðum í Boston, og
breytir þeim í gufu. Þessi gufa
myndar meira en helming þeirrar
orku, sem þarf til að knýja General
Electric verksmiðjuna í Lynn, þar sem
tíu þúsund starfsmenn vinna að
þungaiðnaði fyrir ríkisstjórn og
iðnað. Endurnýtingarstöðin er alger-
lega efnalega sjálfstæð vegna gufu-
sölunnar og vegna þess að hún tekur
13 dollara (2.800 kr.) á tonnið af
þeim, sem hjá henni losa. (í mörgum
hlutum Bandaríkjanna eru 13 doll-
arar á tonnið ekki lengur hátt verð
fyrir að fá að losa sig við rusl.) Meðal-
fjölskylda lætur frá sér um tvö tonn af
sorpi í föstu formi á ári. Síðast liðið
ár var talið að stöðin í Saugus myndi
spara fjórar milljónir lítra af olíu, sem
ella hefði farið í að knýja verksmiðju
General Electric. Og þar sem sorpið
er svo til brennisteinslaust, hefur það
einnig stuðlað að því að draga úr því
magni brennisteinsoxíðs, sem ella
hefði farið í jarðveginn og loftið.
★ í Chicago rekur borgin endur-
nýtingarstöð, sem nýlega hefur hafið
endurnýtingu á þúsund tonnum af
sorpi á dag. Hún fjarlægir úr því
járnið og breytir efnum, sem logað
geta, í létt eldsneyti, sem síðan er
blásið gegnum leiðslu til raforkuvers-
ins Commonwealth Edison Co, og
sparar því hundrað þúsund tonn af
rándýrum, brennisteinssnauðum kol-
um á ári. Orkuverið varð að vísu að
breyta kötlum sínum, svo þeir gætu
nýtt sorpefnin sem viðbótareldsneyti,
en í staðinn fær það sorpeldsneytið
fyrir 3,60 dollara (775 kr.) orku-
tonnið — og þá er miðað við
samsvarandi orku og fæst úr tonni af
kolum. Núverandi verð fyrir kol af
þessum gæðaflokki er 15-20 dollarar
(2.800-7.400 kr.) tonnið, svo sorp-
eldsneytið verður að teljast reifara-
kaup. en þess er vert að minnast, að
orkuverð á raforku hækkar og lækkar
í hlutfalli við eldsneytiskostnað
orkuveranna. Miðað við almennt
kolaverð sparar sorpeldsneytið við-
skiptavinum Commonwealth Edison