Úrval - 01.02.1978, Page 39
SORP: ELDSNEYTl FRAMTÍÐARINNAR
37
endurnýtingar sú sem leiðir af ytri
kringumstæðum og af efnahagslegu
frumkvæði fjármagnsmarkaðarins.
Tækniframfarir, strangari umhverfis-
vernd og vaxandi kostnaður elds-
neytis og eins annarra aðferða til að
losna við sorp gera endurnýtinguna
fjárhagslega samkeppnisfæra.
En endurvinnslan ein leysir ekki
sorpvandamálið til fulls. Við verðum
einnig að leggja okkur fram um að
framleiða ekki svona mikið sorp. En
sérhver tilraun til að fínna betri kost
en þann að henda, brenna og grafa
verðmæta orku hlýtur að vera góðra
gjalda verð.
Á sama hátt er endurvinnslan ekki
fullnægjandi svar við orkukreppunni.
En að breyta sorpinu í orku, sorpi
sem ella hefði safnast á hauga sem nú
þegar eru orðnir allt of stórir og eru til
lýta í landslaginu — það er
sannarlega skref í rétta átt. Og það
getum við gert strax. ★
^ ^
VjV VS VjV Vfv'
LANGLÍF FJÖÐUR
Sérfræðingar hafa reiknað út að fjaðrir sem vörubíll slítur á æviferli
sínum séu oft jafnþungar eða þyngri samanlagt en vörubíllinn sjálfur.
ótáiið sem þessar fjaðrir eru smíðaðar úr var fundið upp fyrir um 50
árum. Allt annað hefur breyst á þessum tíma: Hraðinn, burðarþolið,
og svo framvegis. Að vísu hefur verið reynt að breyta lögun fjaðranna,
en árangur hefur lítill orðið. Nú hefur fundist lausn á þessum vanda.
Sérfræðingar hafa fundið út að þegar mikið er af mangan í stálinu er
það endingarbetra. Samt var ekki hægt að auka einfaldlega manganið,
því að við það minnkuðu gæði stálsins. En ef bætt var öðru efni í stálið
auk mangans, frumefninu vanadí, fengust þau gæði sem þörf var á.
Þetta nýja stál reyndist afar endingargott. Or því voru smíðaðar fjaðrir
sem reyndar voru á vörubílum frá bílaverksmiðjunum í Minsk.
Reynslan sýndi að nýju fjaðrirnar endast hér um bil tvisvar sinnum
lengur en þær gömlu.
NÝJAR KEMBIVÉLAR
I vefjariðnaði eru gæði framleiðslunnar að mjög miklu leyti háð því
hvernig staðið er að fyrstu meðferð hráefnisins. f Sovétríkjunum hafa
nú verið teknar í notkun nýjar vélar sem hafa mjög jákvæð áhrif á gæði
framleiðslunnar. Þetta eru kembivélar sem kemba um 40 kg af garni á
klukkustund. Þessar vélar hafa vakið mikla athygli erlendis.