Úrval - 01.02.1978, Blaðsíða 42
40
ORVAL
voru fátækir. Þeirgátu rétt unnið fyrir
matnum okkar. Samt trúðum við
honum.
Mathews leyfði okkur aldrei að
hugsa um vanmátt fátæktar okkar og
uppruna. „Drengirnir mínir eru eins
góðir og aðrir drengir í þessum bæ.”
sagði hann oft. Og því trúðum við. Við
fundum mikla visku í dæmisögunum
sem hann sagði okkur: „Tökum sem
dæmi fordinn minn A módel, ’ ’ sagði
hann. ,,Hann sýnist ekki stórmerlð-
legur við hliðina á glæsikerrunum sem
ég ek fyrir ríka fólkið. En þegar aur er á
vegunum og þessir fínu bílar verða
fastir næ ég í fordinn minn og við
drögumþáupp. Það mistekst aldrei! ’ ’
Mathews var hálffertugur þegar
hann stofnaði kristileg samtök fyrir
svarta unglinga. Hann gerði okkur
ljóst í upphafi að takmarkið væri að
gera okkur að skátum. Hann leit svo á
að ferð til Washinton væri svo sérstakt
afreksverk að skátaforingjar gætu ekki
neitað okkur að stofna skátaflokk. Á
fundum okkar lásum við handbók
skáta. Við stofnuðum lúðrasveit og
æfíngahóp sem eyddi mörgum
nóttum í tjaldbúðum á auðri lóð með
múrsteinshleðslu utanum. Góðverk á
dag var markmiðið. Mathews yfir-
heyrði okkur einslega til þess að ganga
úrskuggaum að góðverkin væru sönn.
Hann fitjaði alltaf upp á einhverju
nýju. Kvöld nokkurt stofnaði hann til
kappræðna milli mín og Kermit
McÁllister um hvaða stjórnkerfi
þjónaðiíbúunumbest. Andstæðingur
minn sigurvegari kappræðnanna gekk
frá mér orðlausum. Seinna vissi ég að
Mathews hafði stefnt mér til
kappræðna við þennan vel gefna
dreng, sem varnokkrumárumáundan
mér x skóla, vegna þess að þesskonar
atvik hélt hann að yrðu til að hvetja
okkur til dáða, meir en við hefðum
haldið mögulegt. Hann vildi ekki að
við yndum við neitt minna en að gera
okkar ýtrasta.
Ferðin til Washington hey rði þar til.
Hannkomstaðþvíaðmeð því að leigja
járnbrautarvagn, gætu 43 drengir
komist fram og til baka fyrir 15 dollara.
Mánuðum saman unnum við allskonar
störf, spöruðum hvern smápening sem
okkurhlotnaðist. Mathews hafði verið
heitið opinberum styrk og hann sendi
mig til þekkts verslunarmanns sem var
blökkumaður. Sá lét mig bíða í þrjá
tíma fyrir framan skrifstofudyrnar og
rétti mér svo tíu sent. Skemmtunin
haldin til ágóða fyrir okkur var síðasta
hálmstráið, en brást líka.
Mathews sagði ekkert itt um þá sem
höfðu brugðist okkur. Þegar við
söfnuðumst saman til að leggja á ný ráð
sagði hann: „Drengir, við gerum
þetta sjálfir.”
Aðaldagblaðið í Mobile greiddi
okkur 15 sent fyrir hvern nýjan
áskrifandasemvið gátumútvegað. Við
dreifðum bæklingum fyrir líftrygging-
ingafélag. Foreldrar mínir eins og
foreldrar svo margra annarra barna
fóru að skilja hve mikilvæg þessi ferð
gæti orðið. Þó að heildartekjur
foreldraminnaværuaðeins 20 dollarar
á mánuði ákváðu þau að borga fyrir