Úrval - 01.02.1978, Síða 48

Úrval - 01.02.1978, Síða 48
46 ClRVAL ingalæknir, Allan Tamm hefur kveðið upp úr með þá skoðun sína, að þrönga buxnatískan núna sé engu betri en sú tíska, þegar kínverskar stúlkur voru látnar reyra fætur sína og svo lífstykkjatískan forðum daga. Allir vita, að reyrðir fætur urðu ævilöng fötlun og jafnaugljóst er að það hindraði öndunina að reyra sig í lífstykki. Þau gátu einnig valdið lifrarskemmdum þegar mjög þrengdi að lifrinni. Gallabuxurnar eru ekki svo hættu- legar. Mjaðmagrindin hlífir innri líffærunum. En þess í stað er hætta á að mjaðmargrindin þroskist ekki eðlilega. Mest er hættan hjá ungl- ingsstúlkum, sem enn eru að vaxa. En það er einkum meðal þeirra, sem þrönga buxnatískan herjar sem ákafast. Þröngar buxur eru auk þess kaldar á vetrum og þegar mittisjakkar em notaðir við er mikil hætta á blöðrubólgu. Gallabuxur sem ekki eru litekta („blæðandi”) eru ekki lengurí tísku guði sé lof. Þær lituðu bæði húðina og nærfötin og það gat verið mjög erfitt að ná burt litnum. Flóð af lélegum tegundum. Gallabuxur voru frá upphafi til- valin hversdagsflík. Sterkar buxur, sem þoldu allt, saumaðar eftir hentugu sniði, sem hæfði mörgum. En þegar tískan náði tökum á þessari ágætu flík fór svo að gallabuxnaúrvalið er orðið að frum- skógi. Enn flnnast góðar gallabuxur af upprunalegri gerð, en einnig er til fjöldi tegunda, sem eru lélegar, bæði hvað gæðum og sniði viðkemur. Efni, sem ekki er sterkt heldur brestur í sundur, bæði sjálfur vefnaðurinn og við sauma, rennilásar sem bila, skálmar sem snúast um kálfana — það eru margir vankantar á gallabuxum, sem nú eru fram- leiddar. Margt af þessu stafar af því að gallabuxurnar eru tískuföt. Sniðið og vörumerkið skipta viðskiptavinina máli. Þess vegna geta framleiðendur prangað út lélegum efnum með vefnaðargöllum, sem geta raknað upp og skilið eftir gat í efninu. Oft er reynt að dylja lélegt efni með þvt að stífa efnið mjög mikið á röngunni. Nýjar eru gallabuxurnar stífar og fallegar. Það er ekki fyrr en eftir fyrsta þvott að þær sýna sitt rétta andlit, og sést að efnið er lausofið og ekki sérlega sterkt. (Þarna hafa þvegnu gallabuxurnar, sem líta út fyrir að vera notaðar þegar í búðinni, yfirburði. Það sést strax á þeim hvort efnið er gisið eða snúningur á skálm- unum). Rangt sniðnar. Ef skálmarnar vindast eru buxurn- ar rangt sniðnar. Hinir ýmsu snið- hlutar hafa verið lagðir í ranga stefnu á efninu. Það sparar framleiðendum efni, en viðskiptavinurinn fær óþægi- legar og ljótar buxur. Allir vita, að rennilásinn er veikur punktur og það
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.