Úrval - 01.02.1978, Blaðsíða 54
52
LJRVAL
hugmynd óskoraða yfirburði. Allt
fram á 19. öld efaðist vart nokkur um
það, að alheimurinn væri allur
byggður.
Það var ekki fyrr en á síðasta
fjórðungi aldarinnar sem stjarnfræð-
ingar gátu tekið vísindalega afstöðu
til málsins. Sú hugmynd, að
möguleikar væru á að koma á fjar-
skiptum milli stjarna, átti rætur að
rekja til mikilla framfara á sviði
útvarpssendinga í geimnum. Á
síðustu árum er þetta orðin ríkjandi
hugmynd í sambandi við rannsókn á
menningarlífl á öðrum hnöttum. Hið
almenna vandamál í sambandi við
fjölda byggðra heima virðist nú hafa
orðið að þoka fyrir því vandamáli að
ná sambandi við menningarverur á
öðrum hnöttum, sem er að sjálfsögðu
í eðli sínu rangt.
Annar mikilsverður vísindalegur
árangur, sem náðist á síðasta
aldarfjórðungi var afhjúpun leyndar-
dóms arfgengis og tilkoma sameinda-
erfðafræði. Þetta út af fyrir sig gerir
það kleift að setja fram á vísinda-
legum grundvelli spurninguna um
uppruna lífsins á jörðinni, sem enn
bíður svars. Það eitt má fullyrða, að
,,slíkt kraftaverk” krefst ákaflega
sjaldgæfs samkvæmnis einstaklega
hagstæðra kringumstæðna. Þetta
veldur því að möguleikarnir em
ákaflega litlir á að slíkt gerist. Jafn
óendanlega litlir eru möguleikar þess
að líf, sem orðið hefði til með
einhverjum hætti á einhverri reiki-
stjörnu, þróaðist upp í vitsmunaver-
ur, hvað þá alla leið til tæknilega
þróaðrar menningar, með öðrum
orðum, upp á stig geimmenningar.
Hvað býrað baki tilhneigingarinnar
til ótakmarkaðrar útþenslu ?
Athugum nú hve mörg menning-
arsamfélög eru í vetrarbraut okkar,
frá allt öðru sjónarmiði séð. Grund-
vallarskilgreining á þróun skyni
gædds lífs er tilhneiging þess til
ótakmarkaðrar útþenslu. Menn eru
að vakna til vitundar um að vegna
takmarkaðrar stærðar jarðarinnar og
þess að auðlindir hennar endurnýjast
ekki hljóti áframhaldandi þróun
mannkynsins að leiða til hættu-
ástands.
Af þessum sökum halda einstakir
vestrænir höfundar því æ txðar fram,
að vöxt framleiðsluaflanna verði að
stöðva og honum verði að stjórna
nákvæmlega í framtíðinni (kenning-
inum, jafnvægisástand’ ’ menningar-
innar). En gemr nokkur menning (í
þessu tilviki menning okkar á jörðinni
haldið upp hreinni gæðaþróun án
magnvaxtar, eða með öðmm orðum
án áframhaldandi útþenslu? Ég held
ekki. Hvernig er hægt að girða fyrir
að slíkt menningarsamfélag þrói ytri
geiminn og hagnýti sér hinar raun-
vemlega óþrjótandi efnis- og orku-
uppspretmr hans? Hvernig er hægt
að banna hægfara tækniþróun, sem
hefúr skaðleg eða jafnvel eyðileggj-
andi áhrif á umhverflð úti í
geimnum? Rökrétt, óhjákvæmileg
þróun geimsins, sem með rétm hófst