Úrval - 01.02.1978, Page 55

Úrval - 01.02.1978, Page 55
A MENNING OKKAR SÉR ENGA HLIDSTÆÐU? 53 á vissu stigi menningarþróunarinnar, verður ekki hægt að stöðva fremur en landnám nýs lands eða könnun heimshafanna á tímum landafund- anna miklu. Af þessu leiðir að ótakmarkaður vöxtur (útþensla) er eðlileg hegðun að minnsta kosti sumu menningarlífi utan jarðarinnar — „samtímalíf- vera” okkar. Og ótakmörkuð út- þensla beinist fyrst og fremst út í geiminn og þá fyrst í stað að þróun nálægustu hluta hans en síðar hinna fjarlægari. Það er einmitt þetta ástand, sem rússneski vísindamaður- inn og frumkvöðull geimferða, Konstantin Tsiolkovskí, sá fyrir snemma á þessari öld. Geimkönnunartímabilið hefur að- eins staðið í 20 ár. Á þessum 20 árum hefur þó verið leystur ótölulegur fjöldi vísindalegra og tæknilegra vandamála. En það var aðeins upphafið. Nú er röðin komin að margfalt stærri verk- efnum. Hópur eðlisfræðinga og verk- fræðinga við Princetonháskóla, undir forystu prófessor O’Neil, hefur unnið að þessháttar verkefni. Leggja þeir til að byggð verði risastór geimnýlenda. í fyrsta hluta áætlunarinnar er gert ráð fyrir gerð geimstöðvar sem er 1.5 km í þvermál. Hún myndi rúma allt að 10 þúsund manns og bjóða þeim meiri þægindi en þeir geta notið hér á jörðinni. Áætlaður byggingarkostnaður er 21.400 milljarðar króna og líklegt er að verkið taki 15-20 ár. Til saman- burðar vil ég minna á að bandaríska Apolloáætlunin, sem leysti það vandamál að koma manni til tungls- ins, kostaði nálega 6.420 milljarða króna, en að árleg hernaðarútgjöld Bandaríkjanna eru meira en áætlaður byggingarkostnaður geimstöðvarinn- ar. Því má bæta við, að stríðið í Víetnam, sem stóð yfír í átta ár, kostaði bandarísku þjóðina 27.870 milljarða króna. Án tillits til þess, hvenær hafist verður handa um fyrstu geimnýlend- una, hefur hún grundvallarþýðingu fyrir það mál, sem hér er til umræðu. Hún mun sýna að mannkynið allt, en ekki aðeins einstakar geimfarahetjur, getur lifið utan jarðarinnar og unnið skapandi starf sem mun gera mönnunum kleift að forðast hættu- ástand í framtíðinni. Nú er ríma- áætlun slíkrar þróunar orðin mikil- væg. Ef það tekur 15 ár að koma Princetonáætluninni í verk, mun það líklega taka ein 250 ár að gera geim- nýlendu sem getur hýst 10 milljarða manna. Eftir um 1000 ára þróunarferil mun þessi algerlega nýja menning (menning 2) standa frammi fyrir sama vandamáli og nú blasir við menningu jarðarinnar (menningu 1): Takmörkuðum auðlindum, samfara mikilli þróunargetu. Viðleitni til þess að vinna bug á þessum mótsögnum mun óhjákvæmilega knýja menningu 2, með allri sinni gífurlegu tækni- gem, til þess fyrst að þróa auðlindir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.