Úrval - 01.02.1978, Page 62
60
URVAL
, Já, ég gerði það.”
,,Hvað kom fyrir?”
,, Allt kom fyrir ekki. Hann virkaði
ekki.”
,,Ég skil. Hve fljótt eftir að þú
fékkst dósaopnarann fylltirðu út
áþyrgðarskírteinið? ’ ’
„Kannski þrjá daga eða viku. Ég
er ekki viss.”
,,En það er sérstaklega tekið fram
að græna áþyrgðarskírteinið verði að
útfyllast innan 24 stunda frá því að
hluturinn er keyptur.
, Jú, en þar sem þetta var jólagjöf,
opnuðum við ekki pakkann fyrr en á
jólunum.”
„Fyrst þú útfylltir ekki græna
ábyrgðarskírteinið innan tuttugu og
fjögurra stunda frá því að hluturinn
er keyptur, er það tæplega okkur að
kenna þótt dósaopnarinn virki ekki. ’ ’
„Égsagðiþað ekki,” sagðiég. ,,Ég
hélt ég gæti fengið nýjan dósa-
opnara. Þú ættir að hugsa um heiður
nafnanna, McCarthy, Swaine og
Klutzknowlton. ”
,,Þeir eru ekki lengur eigendur.
Alríkisdælur og Vöruskemmur s.f.
sem Loðbrók og Sjónvarpsloftnet
eiga, sameinuðust í síðasta mánuði
Geimvinnupöllum hf. keyptu okkur.
,,Það er stórkostlegt. En hvað um
nýja dósaopnarann. Láttu mig nú
hafa einn og ég fer. ’ ’
,,Það er ekki hægt. við erum hættir
að framleiða rafmagnsdósaopnara.”
„Hvernig er það hægt? Ég keypti
þennan fyrir jólin.”
„Þessvegna hættum við. Það vom
fjölmargir, sem keyptu þá og þeir
virkuðu ekki.”
,,Hvað á ég þá að gera?”
, ,Ég skal taka niður nafnið þitt og
athuga hvort græna ábyrgðarskírtein-
ið þitt verður tekið gilt, jafnvel þótt
það komi seint.”
,,Fæ ég þá dósaopnara?”
„Vissulega ekki. En þú kemst á
póstlista og færð að vita um allar
nýjungar sem við áætlum að setja á
markaðinn á þessu ári.”
Þetta er ekki list, heldur kvöldmaturinn minn
Dag nokkurn fór ég í kjörbúðina
og gerði innkaup. Á leiðinni heim
stansaði ég á listasafni þar sem var
poplistasýning. Til allrar ógæfu var
innkaupapokinn svo þungur að ég
skildi hann eftir á gólfinu. Vegna
áhrifa listaverkanna var ég svo utan
við mig að ég fór heim án þess að
hirða um pokann.
,,Hvar eru vömrnar?” vildi konan
mín fá að vita.
„Almátmgur,” hrópaði ég upp
yfir mig. ,,Ég gleymdi þeim á lista-
sýningunni.”
Ég flýtti mér á safnið, en var of
seinn. Pokinn minn hafði fengið
fyrstu verðlaun á sýningunni.
,,Við höfum verið að svipast um