Úrval - 01.02.1978, Qupperneq 67
HVERNIG VERNDA Á VILLT DÝR
65
„Orðin veiðar og náttúruvernd eru
alls ekki andstæður,” segir Nikolai
Jelisejev, formaður Glavokjota.
,,Samtök okkar eru deild í land-
búnaðarráðuneyti Rússneska sam-
bandslýðveldisins og megin hlutverk
þeirra er að vernda hið villta dýralíf í
lýðveidinu. Þetta er einkum gert með
því að koma upp heildarneti náttúru-
verndarsvæða. Ríkið rekur nú 42
náttúruverndarsvæði og heildarflatar-
mál þeirra er um 6.5 milljón
hektarar.”
„Náttúmverndarsvæði ríkisins
hafa reynst virkasta aðferðin til þess
að varðveita staðbundið svipmót
náttúmnnar á hinum breytilegu
náttúmbeltum landsins. Verndun
einstakra dýrategunda eins og til
dæmis úmxa, tígrisdýra, og fleiri
villtra dýra, sem vom á mörkum
útrýmingar, hefur aðeins reynst
möguleg vegna tilkomu náttúm-
verndarsvæðanna.
Efnahagsleg starfsemi er bönnuð
innan marka verndarsvæðanna og
það skýrir hvers vegna þar helst
ósnortið villt dýralíf og gróður, sem á
mikilverðan þátt í því að leysa
heildarvandamál náttúmnýtingar.
Langtíma rannsóknastarf sem unnið
hefur verið á verndarsvæðunum gerir
kleift að koma á umsjón með hinu
náttúrlega umhverfi og meta hina
ýmsu þætti mannlegrar starfsemi í
tengslum við lífríkið.”
Hin svokölluðu ríkis,,sakasniks”,
en svo nefnast svæði með villtu dýra-
og gróðurlífi, þar sem veiðar em
bannaðar vissa tíma árs, gegna
mikilsverðu hlutverki í sambandi við
endumppeldi villtra dýra. Þessi
,,sakasniks” em mynduð á landa-
mörkum sérlegra mikilvægra veiði-
svæða í því skyni að ná fram
ákjósanlegustu landnýtingu og auka
heildarfjölda nytsamra dýra. Jafn-
framt verða þessi belti til þess að
fjölga nytjadýmm og fuglum á
aðliggjandi svæðum.”
,,Nú em starfrækt 18 „sakasniks”
á vegum lýðveldisins, samtals
1.308.000 hektarar að flatarmáli, og
yfir 700 héraðs-,,sakasniks,” samtals
24 milljónir ferkílómetra að flatar-
máli, í Rússneska sambandslýðveld-
inu. Sérstakri dýraverndunarþjón-
usm hefur verið komið upp á þessum
„sakasniks,” sem annast ýmis konar
líftæknilega starfsemi (sér um salt-
gjöf, safnar og dreifir fóðri, sáir
fóðurkorni, og svo framvegis.). Hún
verndar dýrin, beinirþeim á ný svæði
og skipuleggur fræðslu um villt
dýralíf fyrir íbúana. Þessi starfsemi
hefur borgað sig ríkulega: Á aðeins
fimm ámm (1971-1975) hefur fjöldi
heslihænsna, héra, dádýra, otra og
fleiri dýra á sumum þessum svæðum
meira en tvöfaldast.
Auk hinna almennu „sakasniks”
em til sérstök svæði, sem miða að því
að bæta og endurrækta sérstakar
dýrategundir. I Rússneska sambands-
lýðveldinu em til dæmis starfrækt
um 100 „sakasniks” fyrir bjóra 50
fyrir vatnafúgla (á viðdvalar- og
varpsvæðum) og 20 fyrir hófdýr. ’ ’