Úrval - 01.02.1978, Side 69
HVERNIG VERNDA Á VILLT DÝR
67
ísinn og tóku horaða fugla heim á
samyrkjubúin og heim í þorpin.
Þessar björgunaraðgerðir komu í veg
fyrir yfirvofandi slys.
Á síðustu árum hafa ráðstafanir til
verndunar dýrum, sem áður eru
nefndar, notið stuðnings frá fjölmörg-
um alþjóðsamtökum. Árið 1974
gerðust Sovétríkin og Noregur aðilar
að alþjóðasamningi, er Danmörk,
Kanada og Bandaríkin höfðu undir-
ritað um verndun heimskautabjarn-
arins á norðurskautssvæðinu. Mjög
mikilvægur er einnig sovésk-japanski
sáttmálinn um verndun farfugla við
Kyrrahafsströndina. Þessi samningur
undirstrikar þá staðreynd, að nátt-
úruvernd er ekki hægt að einskorða
innan þröngra landamæra einstakra
ríkja, villt dýr og fuglar eru
náttúruauðæfi sem allt mannkynið
á.”
„Vísindaleg afstaða til veiða
skiptir einnig miklu máli svo og
ákveðnar veiðitakmarkanir. Þetta
skýrir það, hvers vegna veiðar í landi
okkar dragast ekki saman þrátt fyrir
þá staðreynd, að veiðar hér eru ekki
aðeins nokkurs konar sport heldur
em þær og stundaðar í atvinnuskyni,
þáttur í þjóðarbúskapnum. í Kákas-
usfjöllum, þar sem landslag er
ákaflega fallegt, getur veiðimaður
skotið úmxa. í hinum einstaklega
fallega Rauða skógi á Krasnojarsk
svæðinu getur hann skotið dádýr eða
hind. Og hann getur líka skotið
sundfugla á stærsta ferska stöðuvatni
heims. Baikalvatni í Síberíu. Loks
gemr hann tekið þátt í hrein-
rússneskri bjarnarveiði í skógunum,
eða þar sem björninn heldur sig í
bæli sínum einhvers staðar í Mið-
Rússlandií grennd við Seligervatn. ”
★
'V
Vfv Vyv Vvv'
Við höfðum verið mest allan daginn á búðarápi. Þegart við komum
heimíblokkina.uppgötvaðivinkona mín og grannkona allt í einu að
hún hafði gleymt að taka kvöldsteikina upp úr frystikistunni, og
maðurinn hennar ætlaði að koma með mikilvægan viðskiptavin heim í
matinn. Ég sá ekki fram á hvernig hún gæti bjargað málunum, en hún
var ekki lengi að hugsa sig um. Hún fór í flýti í sundbolinn sinn, greip
kjötið og tók stefnu á gufubaðklefann. Að lítilli stundu liðinni kom
hún aftur, rjóð í kinnum, með alþítt kjötið og tilbúin að hefja
matseldina.
A. G.
Það var tveimur mánuðum eftir jól, að ég tók eftir því að umslagi
sem líktist grunsamlega jólakortsumslagi var rennt í gegnum
bréfarifuna. Getur verið að við séum að fá jólakort síðast í febrúar,
hugsaði ég um leið og ég greip umslagið. En mikið rétt, það var
jólakort, og aftan á umslaginu stóð, ritað með kvenlegri hendi: ,,Þú
skalt aldrei treysta manninum þínum.”
R. A.