Úrval - 01.02.1978, Side 70
68
URVAL
^ÚT Ijeimi læknavisiijdanrfa
ER SETIÐ Á HRIKALEGUM
NÝJUM UPPLÝSINGUM UM
SKAÐSEMI PILLUNNAR?
Einn hinna merkari bandarískra
vísindamanna, Dr. Harold Kosasky,
kennari í fæðingarlækningum og
kvensjúkdómafræði við læknaskóla
Harvardháskóla, hefur í félagi við
Louis Kopito, vísindamann hjá
Tæknistofnun Massachussetts, kom-
ist að því að pillan — þessi
margfræga getnaðarvörn — er marg-
falt hættulegri heldur en áður hefur
verið talið. En upplýsingarnar hafa
enn ekki verið gefnar þeim, sem í
hættunni eru — kvenfólkinu, sem
notar þessa getnaðarvörn — og
verður ekki gert fyrr en eftir að þær
hafa verið kynntar á þingi banda-
rískra fæðinga- og kvensjúkdóma-
fræðinga, sem haldið verður í
Anaheim í Kaliforníu í apríl mánuði
næstkomandi.
Dr. Kosasky mun hins vegar hafa
greint frá helstu niðurstöðum sínum
á lokuðum fundi Landssamtaka
kaþólskra lækna, sem haldin var í
Des Plaines í Illinois í september í
haust. Samkvæmt öruggum heim-
ildum munu þær vera á þá leið, að
aukaverkanir sumra getnaðarvarna
eru mun meiri en áður hafði verið
talið, og miklu hættulegri en
nokkurn ríma hefur áður komið
fram. Sérstaklega á þetta við um
pilluna. Það er ekki aðeins að hún
breyti efnasamsetningu legslímsins,
heldur breytir hún allri efnabreyt-
ingu líkamans meira og minna, — og
það ekki til hins betra.
En báðir vísindamennirnir, sem
komist hafa að þesari niðurstöðu
verjast allra frétta þangað til á
umræddu þingi í apríl. Þangað til
mega konur halda áfram að taka
pilluna án þess að hafa áhyggjur.
Endursagt úr
National Enquirer
BÖRN KUNNA AÐ VERA
VITRARI EN VIÐ HÉLDUM
Árum saman hafa barnasálfræð-
ingar talið, að börn færu ekki að
herma eftir andlitshreyflngum full-
orðinna fyrr en þau væru 8-12
mánaða gömul. En nú hefur komið í
ljós, að allt niður 12 til 21 daga börn
gera sér grein fyrir andlitsfettum
fullorðinna og geta að nokkru marki
hermt eftir þeim.
Andrew Meltzoff og Keith Moore
hjá Washingtonháskóla í Seattle hafa
skýrt frá tilraunum, sem þeir hafa
gert þessu lútandi, og birtu jafnframt
í Science rímaritinu myndir, sem
teknar voru meðan á tilraununum
stóð.
Vísindamennirnir segjast þurfa að