Úrval - 01.02.1978, Page 71
69
gera frekari tilraunir, en eru
sannfærðir um — og skýra frá því í
500 orða grein sem er svo fræðilega
orðuð að hún er nánast óskiljanleg —
að hvítvoðungar séu miklu vitrari
heldur en jafvel stríðmontnir foreldr-
ar þeirra hafa haldið.
Westinghouse Broadcasting
RÖDD LÆKNISINS
Sjúklingar, sem hlusta á rödd
læknis síns af segulbandi kvöldið
áður en þeir gangast undir uppskurð,
þurfa ekki eins mikið af lyfjum og ná
sér fyrr en hinir, segja ráðamenn
sjúkrahúsa vestan háfs. Dr. Robert
Collins í Kaiser spítala í Walnut
Creek í Kaliforníu róar skelfda
sjúklinga með því að spila yfir þeim
uppörvandi ræðu sína, þar sem hann
segir þeim að ,,nota ótrúlegan mátt
hugarorkunnar til þess að flýta fyrir
batanum.”
Og þessar segulbandaræður koma
virkilega að gagni. Yfirhjúkrunar-
konan á Kaiser spítalanum, Regina
Sullivan, segir að sjúklingar sem hafa
hlustað á segulböndin „bylti sér
minna, hafi heilsusamlegra litaraft
og séu ekki eins sljóir.” Hún og
starfssystur hennar tóku þátt í
háskólarannsókn, sem fólgin var í að
fylgjast með 42 sjúklingum, sem
móðurlíf hafi verið fjarlægt úr.
Niðurstaðan varð sú, að þær, sem
höfðu hlustað á segulbandsræðuna
þurftu að meðaltali degi skemmri
dvöl á spítalanum en þær sem voru
einar með sinn ugg. AP
HJARTASKURÐUR ÁN
BLÓÐGJAFAR
Venjan er sú, að hjartaskurð-
læknar skera ekki þá sjúklinga upp,
sem neita að þiggja blóðgjafir. En nú
hafa 542 uppskurðir á fólki af
sérstökum trúarsöfnuði, sem bannar
blóðflutninga, Vottum Jehóva, sýnt
að hjartaskurðir geta lukkast án blóð-
gjafar.
Áhættan er að vísu meiri, en þó
innan viðunandi marka, að dómi
læknanna Davids A. Ott og Dentons
A. Cooley við Texas hjartastofnunina
í Houston, sem nýlega gáfu skýrslu
um málið í The Journal og the
American Medical Association. Af
542 vottum Jehóva á aldrinum eins
dags til 89 ára, sem skornir hafa verið
síðustu 20 ár, létust 51, eða 9,4%.
Við sumar tegundir hjartaaðgerða,
svo sem opna hjartaskurði, sem
krefjast þess að notuð sé hjarta-
lungnavél, var dánarhlutfallið tvöfalt
á móti þeim, sem þiggja blóðgjafir.
Við skurðaðgerðir á hjartalokum var
dánarhlutfall vottanna 14%, en er
undir 10% á öðrum.
,,Við höldum því ekki fram, að við
náum eins góðum árangri án þlóð-
gjafar og við gætum náð með
blóðgjöf,” segir Ott læknir. ,,En við
erum þeirrar skoðunar að læknum
beri siðferðileg skilda til að virða
óskir sjúklinga sinna.”
Ur New York Times.