Úrval - 01.02.1978, Side 89

Úrval - 01.02.1978, Side 89
LOFTBRÚIN m BERLÍNAR 87 bandarísku hermennirnir fengju fyr- irmæli um að reyna ekki að skjóta sér leið gegnum vegartálmana, ef rússar reyndust fastir fyrir. Clay neitaði að gera tilraun undir þessum skilmál- um. Breski herlandsstjórinn, Sir Brian Robertsson, hershöfðingi, hafði aðra hugmynd: Að þjóna Berlín flug- leiðis. Nokkrar flugvélar höfðu meira að segja fengið fyrirmæli um að halda frá Englandi næsta dag. Clay hafði þegar prófað þessa dým, en ekki eins vafasömu aðferð með því að mynda , ,litla loftbrú” í apríl og maí til að sjá bandaríska starfsliðinu fyrir birgðum. Hann taldi að loftbrú gæti staðið undir nauðsynjaflutningum til hers- ins, en ekki allrar borgarinnar. „Gersamlega útilokað,” sagði hann ákveðinn. En þegar leið á daginn og engin skárri úrræði fundust, hélt Robertson hershöfðingi áfram að tala fyrir hugmynd sinni. Skoðun eins manns — Ernst Reuters — var talin hafa úrslitaþýðingu. Reuter var ákveðinn andstæðingur kommúnista og gegndi nú starfi kanslara í Vestur-Berlín, þar sem hann sinnti umferðarmálum og því er sneri að hinum almenna borgara. Ári áður hafði hann verið kjörinn borgarstjóri, en sovétmenn höfðu komið í veg fyrir að hann gæti tekið við því starfi. Clay kallaði Reuter til skrifstofu sinnar. ,,Ég ætla að gera tilraun með að fæða þessa borg með loftflutning- um,” sagði hann. Myndu Berlínar- búar geta þraukað á þeim nauma skammti, sem hægt væri að flytja í lofti til borgarinnar? Gætu þeir skrimt af næsta vetur, ef nauðsyn krefði? Þetta var söguleg stund: Grann- vaxinn og skarpleitur hershöfðinginn tekinn af þreytu, sem var málssvari Bandaríkjanna annars vegar, hins vegar kaldhæðnislegur opinber starf- maður í krumpuðum, röndóttum jakkafötum, en báðirí leit að því sem gert gæti kraftaverk. ,,Berlín mun færa nauðsynlegar fórnir,” sagði Reuter þýðlega. En hann bætti því við, að það væri skyssa að búast við því að allt væri gott ef hægt væri að fæða og klæða Berlínar- búa og halda á þeim hita. Það væri nauðsynlegt að reyna að halda vinnustöðum Berlínar eins nærri því sem eðlilegt mætti teljast og mögulegt væri. ,,Hafi fólkið ekki vinnu, missir það móðinn. Þá gefst það upp fyrir kommúnismanum.” Þegar Reuter kom út úr skrifstofu Clays, sneri hann sér að öðrum bandarískum foringja. „Viljastyrkur Clays er aðdáunarverður, ” sagði hann. ,,En ég held, að þetta sé ekki hægt.” Bandaríkjamaðurinn hristi höfuðið. ,,Það held ég ekki heldur,” sagði hann. En á sama ríma hafði Clay gripið símann til að tala við Curtis LeMay, hershöfðingja í Frankfurt, yfirmann flughers bandaríkjamanna í Evrópu. ,,Curt,” sagði Clay. ,,Átt þú nokkrar flugvélar þarna sem geta flutt kol?”
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.