Úrval - 01.02.1978, Síða 90

Úrval - 01.02.1978, Síða 90
88 „Hershöfðingi,” svaraði LeMay í afsökunartón. ,,Það hlýtur að vera eitthvað að símasambandinu. Mér eyrðist þú vera að spyrja hvort við hefðum flugvélar sem gætu flutt kol. ’ ’ ,,Það varþað, sem égsagði. Kol.” Það varð örstutt þögn. Síðan sagði LeMay hvasst: „Flugherinn getur flutt hvað sem er. ” Loftbrúin til Berlínar — fyrsti leikur vesturveldanna í því sem heimurinn átti eftir að kalla Kalda stríðið — var hafinn. ,, Njótið stríðsins ’ ’ Þau þrjú ár, sem liðin vom frá endalokum heimsstyrjaldarinnar stð- ari, hafði návist rússa grúft eins og þrumuský yflr Evrópu. Sérhvert land, sem rauði herinn hafði, .frelsað’ ’1 á vesturgöngu sinni — Pólland, Ungverjaland, Rúmenía, Búlgaría og Austur-Þýskaland — varð leppríki sovétríkjanna, þéttsetið rússneskum hersveitum, stjðrnað af rússneskum leppum, 123 milljónir manna fang- elsaður á um 650.000 ferkílómetra svæði. í febrúar þetta sama ár höfðu kommúnistar hrifsað völdin í Tékkó- slóvakíu, sem varð enn minnisstæð- ara fyrir sjálfsmorð tékkneska utan- ríkisráðherrans Jans Masaryk. Mark- mið rússa var að gera alla Evrópu að kommúnistaríkjum. Þetta varð Clay hershöfðingja íhugunarefni: Voru svæði þau, sem vesturveldin stjórn- uðu í Vestur-Þýskalandi og hin ORVAL fjórskipta Berlínarborg næst á óska- lista Moskvustjórnarinnar? Berlín var enn í rústum. Yfir 70 þúsund tonnum af sprengjum hafði verið varpað á hana. Úr lofti séð var hún lítið annað en gráar rústahrúgur, og hvarvetna mátti greina dauninn af brunarústum, díselolíu og blautu steinryki. Styttur af löngu dauðum fyrir- mönnum störðu stjörfum augum yfir flaskaða trjáboli á Siegesallee. Adlon hótelið á Unter den Linden, sem eitt sinn var fínasta gata borgarinnar, var nú hússkrokkurinn einn, hin fræga kjallaramatsala bauð aðeins upp á kálsúpu og rófur. í brunarústum ríkisþingsins bergmálaði vængjablak krákanna. Eins var með fólkið og borgina. Horfinn var gálgahúmorinn, sem meira að segja þegar loftárásirnar stóðu sem hæst hafði leitt af sér veggjakrot eins og ,,njótið stríðsins — friðurinn verður skelfilegur. ’ ’ Hjá flestum fjölskyldum voru mjólk, sykur, viðbit og grænmeti fágætt. Margir drógu eingöngu fram lífið á soðnum rótum og netlum. Starfs- maður félagsstofnunar borgarinnar lýsti ástandinu þannig: ,,Orka fólksins fer í að snapa upp brauðhleif eða skó. Von er ekki til.” En meiri ógnum stóð þó af návist rússanna. Þrem árum áður höfðu herir rússa geyst gegnum borgina með fáheyrðri grimmd. Áætlaður fjöldi þeirra kvenna, sem nauðgað hafði verið í Berlín á þeim tíma, sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.