Úrval - 01.02.1978, Blaðsíða 90
88
„Hershöfðingi,” svaraði LeMay í
afsökunartón. ,,Það hlýtur að vera
eitthvað að símasambandinu. Mér
eyrðist þú vera að spyrja hvort við
hefðum flugvélar sem gætu flutt
kol. ’ ’
,,Það varþað, sem égsagði. Kol.”
Það varð örstutt þögn. Síðan sagði
LeMay hvasst: „Flugherinn getur
flutt hvað sem er. ”
Loftbrúin til Berlínar — fyrsti
leikur vesturveldanna í því sem
heimurinn átti eftir að kalla Kalda
stríðið — var hafinn.
,, Njótið stríðsins ’ ’
Þau þrjú ár, sem liðin vom frá
endalokum heimsstyrjaldarinnar stð-
ari, hafði návist rússa grúft eins og
þrumuský yflr Evrópu. Sérhvert
land, sem rauði herinn hafði, .frelsað’ ’1
á vesturgöngu sinni — Pólland,
Ungverjaland, Rúmenía, Búlgaría
og Austur-Þýskaland — varð leppríki
sovétríkjanna, þéttsetið rússneskum
hersveitum, stjðrnað af rússneskum
leppum, 123 milljónir manna fang-
elsaður á um 650.000 ferkílómetra
svæði. í febrúar þetta sama ár höfðu
kommúnistar hrifsað völdin í Tékkó-
slóvakíu, sem varð enn minnisstæð-
ara fyrir sjálfsmorð tékkneska utan-
ríkisráðherrans Jans Masaryk. Mark-
mið rússa var að gera alla Evrópu að
kommúnistaríkjum. Þetta varð Clay
hershöfðingja íhugunarefni: Voru
svæði þau, sem vesturveldin stjórn-
uðu í Vestur-Þýskalandi og hin
ORVAL
fjórskipta Berlínarborg næst á óska-
lista Moskvustjórnarinnar?
Berlín var enn í rústum. Yfir 70
þúsund tonnum af sprengjum hafði
verið varpað á hana. Úr lofti séð var
hún lítið annað en gráar rústahrúgur,
og hvarvetna mátti greina dauninn af
brunarústum, díselolíu og blautu
steinryki.
Styttur af löngu dauðum fyrir-
mönnum störðu stjörfum augum yfir
flaskaða trjáboli á Siegesallee. Adlon
hótelið á Unter den Linden, sem eitt
sinn var fínasta gata borgarinnar, var
nú hússkrokkurinn einn, hin fræga
kjallaramatsala bauð aðeins upp á
kálsúpu og rófur. í brunarústum
ríkisþingsins bergmálaði vængjablak
krákanna.
Eins var með fólkið og borgina.
Horfinn var gálgahúmorinn, sem
meira að segja þegar loftárásirnar
stóðu sem hæst hafði leitt af sér
veggjakrot eins og ,,njótið stríðsins
— friðurinn verður skelfilegur. ’ ’ Hjá
flestum fjölskyldum voru mjólk,
sykur, viðbit og grænmeti fágætt.
Margir drógu eingöngu fram lífið á
soðnum rótum og netlum. Starfs-
maður félagsstofnunar borgarinnar
lýsti ástandinu þannig: ,,Orka
fólksins fer í að snapa upp brauðhleif
eða skó. Von er ekki til.”
En meiri ógnum stóð þó af návist
rússanna. Þrem árum áður höfðu
herir rússa geyst gegnum borgina með
fáheyrðri grimmd. Áætlaður fjöldi
þeirra kvenna, sem nauðgað hafði
verið í Berlín á þeim tíma, sem