Úrval - 01.02.1978, Blaðsíða 96
94
ÚRVAL
kolasendingin til Berlínar ekki fyrr en
aðfararnótt 7. júlí, þrátt fyrir
virðulegt svar LeMays við spurningu
Clays forðum. Lítil 160 tonn, öll í
sængurfatapokum frá hernum, og
ekki varpað niður, heldur var lent með
þau.
,,Það er hægt að þola eldsneytis-
skortinn núna,” sagði eitt kommú-
nistablaðið hróðugt. ,,En hvernig
verður það þegar kemur haust og
vetur?”
Til þess að spara kol fyrirskipuðu
Howley og félagar hans 75%
orkusparnað. Allir sporvagnar og
neðanjarðarbrautir áttu að hætta
ferðum klukkan sex að kvöldi.
Rafmagn til heimilisnota var
skammtað fjóra tíma á sólarhring.
Mörg lítil iðnaðarfyrirtæki fengu alls
enga orku.
SAMT VAR SPÁ Reuters þegar að
rætast. Samviska heimsins var að
vakna. Hin forna, veggjum girta borg
Melsungen, aðeins 35 kílómetra
vestan við járntjaldið, tók frá fjóra
járnbrautarflutningavagna af korni,
þurrkuðum fiski og nýju grænmeti til
þess að fljúga með til Berlínar.
Hamb'org, Bremen og Neðra Saxland
gerðu samþykkt um að sérhver
borgari þessara svæða gæfi Berlín einn
dagskammt af nauðsynjum. í Ruhr,
þar sem slagorðið ,,Kol handa
Berlín” var málað á búðir námu-
mannanna var ákveðið að senda 100
þúsun tonn af kolum, sem áttu að
fara til heimila í Ruhr, fremur til
höfuðborgarinnar. Loftbrúin til Berl-
ínar — Die Luftbrúcke — Le Pont
Aérien — var farin að vekja athygli
og rumska við samvisku heimsins.
Bragðmikil, óbugandi kímnigáfa
Berlínarbúa gerði sífellt betur vart við
sig. ,,Við erum heppin,” var nokkuð
sem oft heyrðist. „Hugsið ykkur bara
ef vesturveldin hefðu lokað á okkur
og rússarnir væru að reyna að koma á
loftbrú!”
Litlu vistir
Fyrir tilviljun varð einn maður í
öllum þessum hamagangi meira
uppáhald Berlínarbúa en nokkur
annar. Fyrir Gail Halvorsen, lautín-
ant, óframfærinn 27 ára mann frá
Garland í Utah, voru fyrstu dagarnir
eins og hjá öllum öðrum flugmönn-
um: Flug, svefn, flug aftur. Hann
óttaðist að loftbrúin hefði lokið
hlutverki sínu áður en hann hefði í
alvöru stigið fæti í Berlín 17. júlí
ákvað hann að gera eitthvað í
málinu.
Hann hafði flogið mestalla nótt-
ina, en þegar hann hafði gripið sér
morgunmat fékk hann far með vini
sínum til Tempelhof. Það, sem hafði
vakið mesta athygli hans í hans eigin
flugi var það hversu krappt þurfti að
lækka flugið yfir íbúðablokkirnar.
Hann ætlaði að reyna að ná þessu á
filmu, svo hann hljóp fram og aftur
um flugvöllinn, sem er íjórir kíló-
metrar í þvermál og myndaði upp
undir flugvélarnar, sem voru að