Úrval - 01.02.1978, Qupperneq 99
LOFTBRÚIN til berlínar
97
að klára vasaklútana sína, en allt x
einu þurfti hver einasti maður í
flugdeild hans að losna við vasaklút-
inn sinn — og dálítið af tyggigúmmíi
og sælgæti.
Á örskotsstundu varð hann víð-
frægur maður. Ekki bara í Þýska-
landi, heldur um öll Bandaríkin.
Otvarpssöðvar frá Los Angeles til
Boston lögðu honum lið — „sendið
vasaklút” var slagorðið — og innan
skamms fékk Halvorsen einn fimm
poka af pósti á dag.
Þegar svo var komið, náði barna-
gerðið orðið utan um flugvöllinn
í Tempelhof. það varð að finna
áhættuminni staði til að varpa
góðgætinu út á. Svo sérhver maður í
flugdeildinni fékk ákveðna kaststaði
og neyðarlúgurnar voru teknar af
C-54 vélunum. Sumir áttu að varpa
út yfir Tiergarten, aðrir yfir skólaleik-
velli og íþróttaleikvanga. Stórir kassar
af sælgæti voru tæmdir og skúrir af
litlum fallhlífum svifu ofan yflr velli
og garða.
Þegar börnin í Austurberlín kvört-
uðu yfir því að þau fengju ekkert
sælgæti, stækkaði Halvorsen í sakleysi
sínu flughringinn og kastaði út
fallhlífum yfir Weissensee og Pan-
kow. Innan fárra daga fékk hann
skipun um að hætta því: Sovétmenn
höfðu sent Bandaríkjastjórn harðorð
mótmæli, þar sem þeir fordæmdu
hátterni Halvorsen sem „hneykslan-
lega kapítalistalævísi.”
Viðvörun
En það stóð ennþá glöggt með
birgðirnar. Þótt fæðubirgðir væm
þolanlegar, voru kolin ennþá vanda-
mál. Það vantaði sárlega fleiri flug-
vélar, en stjórnin í Washington var
hikandi við að uppfylla kröfur Clays.
Loks, 17. júlí, var hershöfðinginn
kallaður heim til viðræðna. Á fundi
22. júlí sagði Clay Tmman og helstu
ráðgjöfum hans að ef loftbrúin fengi
ekki fleiri flugvélar en hún hefði nú,
— 52 C-54 og 80 C-74 — myndi
Berlín ekki þrauka. Til þess að
tryggja að Berlín stæðist yrði ekki
komist af með minna en 160 C-54.
Margir ráðgafa Tmmans vom enn á
því að skynsamlegast væri að hverfa á
brott frá Berlín, en Clay vann sigur:
Tmman hét honum umbeðnum
flugflota.
Or því svo var komið, fór ekki milli
mála að loftbrúin gat ekki lengur
gengið með ,,happa-og-glappa-að-
fe,ðinni,” eins og nánast hafði gilt til
þessa. Hún varð að verða jafn
skipulögð og háttbundin og takt-
mælir. Þess vegna var það, að 29, júlí
var William Tunner, hershöfðingi,
þá42 ára, sem í stríðinu hafði annast
loftflutningana milli Burma og Kína,
sendur til Þýskalands. Hann var
þekkmr fyrir dugnað og seiglu. Einn
undirmanna hans gaf nýkomnum
starfsbróður eitt sinn þessa viðvömn:
,,Ef Tunner væri ljónatemjari í
sirkus, mundi ljónið reka hausinn
upp í hann.”
Skrifstofan hans varð fljótlega