Úrval - 01.02.1978, Qupperneq 101
LOFTBRÚIN TIL BERLÍNAR
Fassberg og aftur til baka, klæddur í
gamlan, ólífugrænan flugmanns-
jakka með baseballhúfu á höfðinu,
og greip sér snarl þar sem því varð við
komið. Á kvöldin kastaði hann sér á
legubekk í skrifstofu sinni, of þreyttur
til að færa sig þá metra svo voru til
herbergisins. Louis Kottners, starfs-
maður hans, minnist þess hve oft
hann kom á skrifstofuna um klukkan
þrjú að nóttu þannig að Tunner væri
þar að skoða kort með vökulum,
bláum augum: Hver margar flugvélar
voru forfallaðar, og hve lengi? Og
klukkan sjö settist hann að fundi með
sérfræðingum sínum: Hvernig væri
hægt að endurbæta loftbrúna enn
frekar?
Eitt var öruggt: Þar sem breskar og
bandarískar flugvélar notuðu báðar
sömu flugleiðina, varð samstarfið að
vera á milli þeirra. Tunner taldi það
ekki unnt nema með einu móti: Allar
flugvélarnar í loftþrúnni urðu að vera
undir persónulegri yfirstjórn hans.
Þrátt fyrir þrýsting og mótstöðu
náðist lokasamkomulag um miðjan
október, með því að sett var upp
Sameinaða loftbrúin með Tunner
sem æðsta yfirmann, en yfirmann
konunglega breskaflughersins, J. W.
F. Merer, sem næstráðanda hans. Nú
sýndist Tunner nærri því marki sem
hann hafði sett sér. Að reka sjálfvirka
starfsemi, sem sendi flugfarm á loft
dag og nótt með þriggja mínútan
milliþili.
En Nicholas Chavasse, yfirmaður
2105. verðurdeildarinnar beið vetr-
99
arins með kvíða. Á fögrum haust-
morgni hneykslaði Tunner hann með
því að segja: „Veðrið veldur okkur
engum vanda.”
,, Hershöfðingi, ’ ’ sagði Chavasse.
,,Það helst ekki svona. Frá og með 1.
nóvember verður veðrið sennilega
mjög slæmt. Þú kemst ekki yfir
skýin, og þú kemst ekki undir
þau.” En Tunner, sem aldrei
samþykkti neitt, sem ekki var í
samræmi við fyrirætlanir hans, virtist
veita orðum hans litla athygli.
„Gefðu mér bara bestu fáanlega
veðurþjónustu,” sagði hann og gaf
um leið til kynna að hann langaði
ekki að hlusta meira á Chavasse.
En Chavasse sneri aftur til sinna
bækistöðva og var fjarska órótt. Hann
var hreint ekki laus við ugg sinn.
Kaldara í Síberíu
Eitt eftir annað féllu fyrstu laufin
af trjánum í Grúnewald og haustsvalt
loftið meðfram ströndum Havelvatns
varð ilmandi af reyk hausteldanna. Á
daginn glóði rauð sólin dauft á
blýgráum himni. í stórum, köldum
skýlunum þar sem afhleðslumenn-
irnir söfnuðust saman í Gatow og
Tempelhof stöppuðu þeir niður
fótunum og börðu sér til hita með
vettlingaklæddum höndum.
„Generalissimo Vetur,” lang-
þráður samherji kommúnistanna, var
kominn til Berlínar.
Vesturveldin höfðu áætlað, að flest
heimili fengju 12,5 kg af kolum til
vetrarins — um það bil teskeið á dag.