Úrval - 01.02.1978, Page 109

Úrval - 01.02.1978, Page 109
LOFTBRÚIN TIL BERLÍNAR 107 hádegi þennan bjarta laugardag fyrir páska, þegar farið var að telja það sem átti að fara frá Rhein-Main, Fassberg og sex öðmm flugvöllum, sem flugvélarnar lögðu upp frá, að fyrst vaknaði forvitni en síðan sívaxandi spenningur, þetta yrði enginn venjulegur sólarhringur. Á öllum þessum stöðum herm menn rösklega á sér við vinnuna og ekki leið á löngu þar til himinninn endurómaði flugvélagnýinn án af- láts. Yfir þann dyn heyrðist aðeins þau hljóð, sem undirstrikuðu páska- fjörið þetta árið: Skmðningarnir í kolunum, sem mnnu niður rennurn- ar — hávær hrópin „Schnell, schnell” — og dynurinn í þungum tíu tonna flutningabílum. Þegar flugvélarnar þutu gegnum himingeiminn með 90 sekúndna millibili, fannst meira að segja reyndum flugköppum til um það sem verið var að gera. Aldrei höfðu þeir verið með í hjálparstarfi af þessu tagi fyrr. Flestar flugvélarnar vom drekk- hlaðnar af kolum, en sumar vom með fjölbreyttari farm, hvers konar hugsanlegan varning sem borg undir umsát þurfti á að halda: kókó, pulsur og haframjöl, heilan flugvélarfarm af ræsalokum fyrir göm, sekki af tóbaki, þurrkaðar bananaflögur handa veikum börnum, 2000 hita- poka úr gúmmíi handa sjúkrahúsum Berlínar, tenniskúlur, gauksklukkur, þurrkaðar apríkósur og núðlur. Spenningurinn fór alls staðar vaxandi. Þjónarnir, sem bám svöng- um flugmönnum mat í matstofunum í Rhein-Main þutu eins og skauta- kappar milli borðanna, handagangur afhleðslumannanna í Tempelhof varð þvílíkur að hann minnti á gömlu skopmyndirnar Keystone Kops. Theodore Milton, starfsmannastjóri Tunner, sem lenti á Tempelhof klukkan 4 að morgni páskadags var nærri orðinn að fórnarlambi vinnu- ákefðarinnar, karlarnir gripu hann í myrkrinu x mistökum fyrir kolapoka og vom nærri búnir að snara honum upp á bíl eins og hverjum öðmm sekk. Flugumferðarstjórarnir í Wiesbad- en ákváðu að vinna þennan sólar- hring út og lögðu sig aðeins til skiptis milli kl. 3 og 6 um nóttina. Dag og nótt var hið sama að sjá á radar- skermunum — litlar ljóskúlur á leið til Berlínar eins og maurar í tveimur röðum — og svo helmingi þéttari raðir til baka í miðjunni. Tækifærið til sýna yfirburði sína í lofti var of gullvægt til að missa af því. Margar áhafnir afneituðu mat og gripu aðeins með sér brauð upp í flugstjórnarklefana. Þegar Courtney Daniels kom til Berllnar í einni ferðinni fékk hann rétt ráðrúm til að væta varirnar í sjóðheitu súkkulaði, áður en æðisgengin öskur gáfu til kynna að sett hefði verið afhleðslu- met: Það var búið að tæma vélina hans gersamlega á sjö og hálfri mínúm. Allan þennan sólarhring var Tunner í essinu sínu. Fíann var á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.