Úrval - 01.02.1978, Síða 111
LOFTBRÚIN TIL BERLÍNAR
109
Þótt loftbrúin væri ekki lögð niður
fyrr en í ágústlok, til þess að koma
upp verulegum birgðum, litu margar
flugáhafnir á 12. maí sem lokadag
hinnar eiginlegu loftbrúar. Öllum
flutningatálmunum á jörðu hafði
verið aflétt, og lokaundirbúningur
undir vesturþýska heimastjórn, undir
forsæti Theodor Heuss sem fyrsta
forseta og Konrads Adenauers sem
kanslara, var kominn í fullan gang.
KLUKKAN ELLEFU AÐ morgni
12. maí voru göturnar umhverfis
ráðhúsið krökkar af fólki. 300
þúsund Berlínarbúar voru saman-
komnir á sólbjörm torginu, þar sem
rauður og gullinn fáni hins gamla,
þýska lýðveldis bærðist í andvaran-
um, til þess að votta þeim manni
virðingu sína, sem hafði leitt þá
gegnum 328 daga streitu og harð-
rétti. Þetta var söguleg stund — og
saknaðarstund. Lucius Clay var að
kveðja. Hann hélt inn í húsið í
föruneyti margra þeirra, sem höfðu
stutt hann þessa erfiðu mánuði —
þar á meðal Robertson, Howley og
Reuter — og steig upp á ræðupallinn
í fundarsalnum. Hann sagði til-
heyrendum sínum, að til væru tvær
tegundir af hetjum, eftir daga
loftbrúarinnar. í fyrsta lagi væru það
flugmennirnir, sem hefðu haldið
uppi flugi til Berlínar í hvernig veðri
sem var og svo íbúar borgarinnar sem
höfðu ekki síður sýnt hetjulund,
fólkið, sem hafði kosið frelsið og var
reiðubúið að færa þær fórnir, sem til
þess þurfti.
Áköf fagnaðarlæti gullu við, og
Clay stóð þögull í ræðustólnum, því
honum var orða vant. Robert H.
Lochner, túlkur hans, sá að jafnaðar-
geð hans var að bresta og tár
laumuðust niður kinnarnar. Clay
þurfti ekki að segja meira. Fagnaðar-
lætin jukust og margfölduðust og
sögðu það, sem hann vildi sagt hafa.
Þau hljómuðu eins og dýrðarsöngur
um alla Berlínarborg.
★
7]\ 7JV 7jV VJ\ VJV 7|\
Liðsforingi í bandarísku strandgæslunni fékk fyrirmæli um að taka
við stöðu í Tulsa í Okalhoma. Honum var sagt að stjórnin myndi greiða
fyrir flutning á búslóð hans og persónulegum eigum, en reglurnar
leyfðu ekki að eintrjáningurinn hans yrði fluttur á kostnað hins
opinbera.
Þegar liðforinginn kom heim mokaði hann eintrjáninginn sinn
fullan af mold og plantaði í hann begóníum. Og þegar
flutningamennirnir komu eftir fáeina daga, afhenti hann þeim sundur
liðaðan lista yfír búslóð sína og persónulegar eigur. Þar á meðal stóð: 1
stk. 4,3 metra langt blómaker, bátlaga, úr trefjagleri.”
C.C.