Úrval - 01.02.1978, Qupperneq 118
116
ÚRVAL
Hversvegna eru margir svona
hræddir við mistök? Vegna þess að
enginn segir okkur hvernig á að
bregðast við þeim, þannig að við
lærum af þeim. Við gleymum að
mistökin eru hluti af mannlegu lífi
og eins og fjölskylduráðgjafinn
Virginia Satir segir: „Hver og einn
hefur rétt til að gera mistök.”
Flestir foreldrar leggja sig fram um
að forða börnum sínum frá að gera
mistök eða frá þeirri vitneskju að þau
hafi gert svo. Ein leiðin er að minnka
kröfurnar. Móðirin á það til að skipa
barninu sínu að leggja vel á borðið,
jafnvel þótt það kunni ekki almenni-
lega að ganga. Önnur leið sem notuð
er er að kenna öðrum um. Ef Jón
fellur á prófínu er kennarinn hans
annaðhvort ósanngjarn eða heimsk-
ur.
Þegar dóttir mín var tíu ára ákvað
hún að safna fé til góðgerðarstarfsemi
með því að halda skemmtun. Við
vorum hreykin af henni og leyfðum
henni að setja auglýsingar upp víðs-
vegar um bæinn. Við komumst of
seint að því að hún réði ekki við öll
loforðin um hressingu, skemmtiatriði
og sýningar, sem hún hafði heitið í
auglýsingunum. Öll fjölskyldan lagði
sig nú fram til að koma í veg fyrir
vandræði — og ári síðar auglýsti hún
ennþá erfiðari skemmtun. Hvers-
vegna ekki? Við höfum ekki leyft
henni að finna takmörk sín.
Það vitlausa við að forða börnun-
um frá að gera mistök er að þau verða
vanbúin þegar út í iíftð kemur.
Börnin verða að læra að enginn getur
verið bestur í öllu, enginn getur alltaf
unnið — og að það er mögulegt að
njóta leiks, þótt þú vinnir ekki. Barn
sem er ekki boðið í afmæliveislu, sem
er ekki kosið fyrirliði liðsins síns,
getur liðið sálarkvalir. En foreldrar
ættu ekki að vera of fljót með
huggunarorðin eða segja: „Þetta
gerir ekkert til,” vegna þess að það er
ekki rétt. Barnið verður að reyna
vonbrigðin — og svo á að hjálpa því
að hafa stjórn á þeim.
Mistök eru aldrei ánægjuleg. Þau
særa börn og fullorðna jafnt. En þau
geta reynst jákvæð fyrir framtíðina ef
þú aðeins lærir af þeim. Fyrsta stigið
er að spyrja: Hversvegna mistókst
mér? Reyndu að halda aftur af
lönguninni til að kenna einhverjum
öðrum um. Spurðu sjálfan/n þig
hvað þú gerðir rangt og hvernig þú
getir gert betur. Ef einhver getur
hjálpað þér vertu þá ekki feimin/n
við að spyrja.
Þegar ég var unglingur fékk ég
ekki starf sem ég hafði hugsað mér að
fá. Ég hringdi til að spyrja hverju
sætti. „Vegna þess að þú komst tíu
mínútum of seint,” var mér sagt.
„Við getum ekki haft starfsmenn
sem sóa annarra tíma.” tJtskýringin
var traustvekjandi, mér hafði ekki
verið hafnað sem persónu, og hún var
líka til hjálpar. Ég held að síðan hafi
ég aldrei verið óstundvís.
Velgengni, sem hvetur mann til að
haga sér eins og maður hefur gert, er
ekki nærri eins góður kennari og