Úrval - 01.02.1978, Side 119
AD LÆRA AF REYNSLUNNl
117
mistökin. Þú getur lært af mis-
heppnaðri veislu hvernig á að halda
góða, af húsi sem valið er án vand-
legrar íhugunar geturðu lært eftir
hverju þá átt að sækjast í næsta.
Mistök sem virðast algjör, geta eftir
íhugun tekið allt aðra stefnu.
Vinkona mín sem var búin að læra
ballett í tólf ár sótti um starf sem
dansmær. Henni varhafnað. ,,Myndi
frekari þjálfun hjálpa?” spurði hún.
Ballettmeistarinn hristi höfuðið: ,,Þú
verður aldrei dansari. Þú hefur ekki
líkamsbyggingu til þess.” Við slíkar
aðstæður þarf maður hugrekki til að
læra af hlutunum og spyrja: ,,Hvað á
ég eftir? Hvað get ég gert annað?”
Vinkona mín lagði ballettskóna á
hilluna ög varð dansþjálfari, þar sem
hún naut sín.
Það er ljóst að mistök veita manni
sérkennilegt frelsi. Jafnvel stærstu
mistök lífsins geta leitt af sér viðhorf
eins og þetta: ,,Það gerðist. Ég vildi
óska að það hefði ekki komið fyrir, en
þetta er liðið — og ég lifði það af. ’ ’
Mistök veita frelsi til að taka
áhættu, vegna þess að það er minna
til að tapa. Endurreisn viljastyrksins
gefur oft vitneskju um nýja mögu-
leika.
Mistök sem horfst er í augu við,
skilin og sæst við, geta styrkt
persónuleikann og leiða oft til
aukinna persónulegra tengsla. Sú
manneskja sem hefur heppnina með
sér á yflrborðinu er oftlega innilokuð
og í varnarstöðu, en hve hún er
auðsæranleg kemur í ljós þegar henni
verður á. Kona, sem nýlega batt endi
á hjónaband sem fram að þeim tíma
hafði virst fullkomið, segir að
samband hennar við kunningjana
hafi fengið nýja hlýju og nálægð
síðan hún skildi. ,,Ég var vön að
hlusta á etfiðleika annarra,” segir
hún, ,,en sagði aldrei frá mínum
eigin. Nú get ég það. Kunningi
minn sagði við ríiig; ,,Mér leið ekki
vel nálægt þessari fullkomnu konu.
Nú ertu mýkri og opnari. Mér fellur
betur við þig þannig.”
Þó að við öfundumst yfir öryggi
þess, sem hefur heppnina með sér,
hrífumst við flest af riddaramennsku
í ósigri — gott dæmi um það eru
viðbrögð Adlai Stevenson þegar hann
beið ósigur í forsetakosningunum
1952. Hann sagði að hann væri ,,of
gamall til að gráta, en þetta væri of
sárt til að hann gæti hlegið.” Það má
segja að hann hafi tekið ósigri með
reisn — þessi sérstaka hetjulund að
setja markið hátt, geta sitt besta og
svo, þegar í ljós kemur að það nægði
ekki að missa þá ekki kjarkinn. Eða
eins og Ralph Emerson Waldo sagði:
„Frami mannsins er byggður á
mistökum, vegna þess að hann gerir
tilraunir og tekur áhættu dag hvern
og því fleiri skrokkskjóður sem hann
fær, þeim mun lengra nær hann...
Ég hef heyrt sagt meðal hestamanna,
að sá sé ekki góður knapi sem aldrei
hefur dottið af baki. Knapi verður