Úrval - 01.02.1978, Page 119

Úrval - 01.02.1978, Page 119
AD LÆRA AF REYNSLUNNl 117 mistökin. Þú getur lært af mis- heppnaðri veislu hvernig á að halda góða, af húsi sem valið er án vand- legrar íhugunar geturðu lært eftir hverju þá átt að sækjast í næsta. Mistök sem virðast algjör, geta eftir íhugun tekið allt aðra stefnu. Vinkona mín sem var búin að læra ballett í tólf ár sótti um starf sem dansmær. Henni varhafnað. ,,Myndi frekari þjálfun hjálpa?” spurði hún. Ballettmeistarinn hristi höfuðið: ,,Þú verður aldrei dansari. Þú hefur ekki líkamsbyggingu til þess.” Við slíkar aðstæður þarf maður hugrekki til að læra af hlutunum og spyrja: ,,Hvað á ég eftir? Hvað get ég gert annað?” Vinkona mín lagði ballettskóna á hilluna ög varð dansþjálfari, þar sem hún naut sín. Það er ljóst að mistök veita manni sérkennilegt frelsi. Jafnvel stærstu mistök lífsins geta leitt af sér viðhorf eins og þetta: ,,Það gerðist. Ég vildi óska að það hefði ekki komið fyrir, en þetta er liðið — og ég lifði það af. ’ ’ Mistök veita frelsi til að taka áhættu, vegna þess að það er minna til að tapa. Endurreisn viljastyrksins gefur oft vitneskju um nýja mögu- leika. Mistök sem horfst er í augu við, skilin og sæst við, geta styrkt persónuleikann og leiða oft til aukinna persónulegra tengsla. Sú manneskja sem hefur heppnina með sér á yflrborðinu er oftlega innilokuð og í varnarstöðu, en hve hún er auðsæranleg kemur í ljós þegar henni verður á. Kona, sem nýlega batt endi á hjónaband sem fram að þeim tíma hafði virst fullkomið, segir að samband hennar við kunningjana hafi fengið nýja hlýju og nálægð síðan hún skildi. ,,Ég var vön að hlusta á etfiðleika annarra,” segir hún, ,,en sagði aldrei frá mínum eigin. Nú get ég það. Kunningi minn sagði við ríiig; ,,Mér leið ekki vel nálægt þessari fullkomnu konu. Nú ertu mýkri og opnari. Mér fellur betur við þig þannig.” Þó að við öfundumst yfir öryggi þess, sem hefur heppnina með sér, hrífumst við flest af riddaramennsku í ósigri — gott dæmi um það eru viðbrögð Adlai Stevenson þegar hann beið ósigur í forsetakosningunum 1952. Hann sagði að hann væri ,,of gamall til að gráta, en þetta væri of sárt til að hann gæti hlegið.” Það má segja að hann hafi tekið ósigri með reisn — þessi sérstaka hetjulund að setja markið hátt, geta sitt besta og svo, þegar í ljós kemur að það nægði ekki að missa þá ekki kjarkinn. Eða eins og Ralph Emerson Waldo sagði: „Frami mannsins er byggður á mistökum, vegna þess að hann gerir tilraunir og tekur áhættu dag hvern og því fleiri skrokkskjóður sem hann fær, þeim mun lengra nær hann... Ég hef heyrt sagt meðal hestamanna, að sá sé ekki góður knapi sem aldrei hefur dottið af baki. Knapi verður
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.