Úrval - 01.02.1978, Page 126
124
sundur hugarheim og veruleika.
Hann er sífellt að fá upphringingar
og bréf firá golfleikurum, sem vilja fá
að spreyta sig á holunum hans, og
eitt sinn hringdi til hans æstur
flugmaður í bandaríska flughernum,
sem var að fara til Afríku og hafði
fengið leyfi yfirmanns síns til að
skreppa til Viktoríufossa og reyna sig
við holuna þar. Chapmann átti fullt í
fangi með að koma honum í skilning
um að holan við fossinn fræga væri
hreint ekki til.
Þótt Chapman sé sjálfur dugandi
golfleikari (Golfklúbbsmeistari
Minneapolis Golf Club 1975), virðist
bó einsætt að mikilvægasta framlag
hans til golfsins verði hin stórkostlega
hugarbraut, sem sameinar svo vel ást
hans á golfinu og ást hans á marg-
breytileik náttúrunnar.
^ Nf -
'I' Vjv VjV Vp*
í sæluríki framtíðarinnar fer dyrabjallan og síminn úr sambandi um
leið og þú skrúfar frá sturtunni á baðinu.
Eitt ráð til að megrast er að hafa handfangið á ísskápnum tvær tommur
frá gólfi.
Maður nokkur beið ásamt mjög fallegri stúlku, í stórri
skrifstofubyggingu eftir bví að lyftan kæmi. Þau biðu saman í fímm
mínútur og það var greinilegt á svip hans að hann var að reyna að fínna
eitthvað til að segja. Að lokum kom það.
,,Mér fínnst dásamlegt að við skulum eldast svona saman.”
Síminn vakti mig um hánótt. Ég tók upp tólið og í stað þess að heyra
rödd heyrði ég að einhver var að spila á leikfangasílófón „María átti
lítið lamb.” Oskuvond skellti ég á og hugsaði sem svo að einhver
drukkinn eða andvaka væri að skemmta sér. Þá datt mér í hug að svona
gæti bróðir minn hagað sér. Ég lá kyrrí rúminu og hugsaði um hvernig
konunni hans, henni Maríu, semdi við hann og það núna þar sem hún
var ófrísk... ófrísk? Ég hringdi til hans í skyndi og viti menn: Hún
hafði alið dóttur.
Ég þurfti að velja mér þvottavél og gat ekki gert upp á milli þriggja/
tegunda svo ég ákvað að kynna mér viðgerðaþjónustu þessara
tegunda. Fyrsta hringingin gaf svar af segulbandi. Önnur fékk svarið
,, Viðgerðarþjónusta, bíðið andartak! Þegar ég hringdi í þriðja númerið
svaraði mér til undrunar mjó barnsrödd: ,,Halló. Pabbi minn segist
koma bráðum. Hann er í baðherberginu. Bróðir minn setti
skjaldbökuna mína í klósettið svo hún gæti synt, og pabbi er að leita að
henni.” K. B.