Úrval - 15.12.1980, Síða 4
2
ÚRVAL
Hefurðu heyrt um kjarnorkuvísinda-
manninn sem gleypti úraníum og
fékk atómverk?
-S.F.
..Sjúklingarnir hafa þær furðulegustu
sálarflækjur,” sagði einn sálfræðing-
ur við annan. ,,Leyfðu mér að leggja
fyrir þig tvær spurningar, til að skýra
hvað ég á við. Hvað er það, sem befur
mjúkar, ávalar línur og maður ræður
stundum ekkert við?”
,,Nú, fótbolti, auðvitað.”
,,Númer tvö: Hvað er það sem
klæðist pilsi og hefur varir sem flytja
manniunað?”
,,Það sér nú hvert barn: Skoti að
spiia á sekkjapípu.”
, ,Þú veist náttúrlega svörin. En það
er alveg furðulegt, sem fólk getur
látiðsérdettaíhug.”
Móðir við son sinn sem hún mætir á
förnum vegi, þegar hann á að vera í
skólanum: „Ég er ekki að halda því
fram að þú sért að skrópa, en ég hef
heldur aldrei vitað að gefíð væri frí
fyrir góða hegðun. ’ ’
E.S.
önnum kafínn þjónninn hnaut allt í
einu og missti drykk og klaka niður á
bak konu. Konan gapti, saup hveljur
og skók sig til í þvl augnamiði að losa
sig við þennan ófögnuð. Þegar allra
augu beindust að henni stökk hún á
fætur en um íeið valt borðið, sem
felldi fylgdarmann hennar í gólfíð.
Svo flýttu þau sér út í allri ringul-
reiðinni.
,,Halló, þjónn,” kallaði maður
utan úr salnum. ,,Við viljum fá tvo
skammta eins og þau fengu. ’ ’
-L.V.