Úrval - 15.12.1980, Page 5
3
Hann var stór eftir aldri, miðað mð níu ára dreng, og
kenndukonunni fannst sem hann væri fæddur til að leika
hlutverk gistihúseigandans íjólaleikriti ársins.
AF ÞVÍ AÐ ÞAÐ VAR
EIGI RÚM
FYRIR ÞAU I GISTIHÚSINU
— Dina Donohue —
■* ALTER var níu ára
H gamall og stundaði nám
í öðrum bekk þótt hann
f hefði raunar átt að vera í
fjórða. Hann var stór og
klunnalegur, seinn í hreyfingum og
hugsun en vinsæll af öllum í
bekknum. Hann var hjálpfus, viljug-
ur og brosmildur og alltaf fús til að
rétta hjálparhönd þeim sem voru
minni máttar en hann sjálfur.
Walter langaði mikið til að vera
hirðir og leika á flautu í jólaleikriti
ársins, en kennslukonan hafði úthlut-
að honum miklu mikilvægara hlut-
verki. Hún hafði meðai annars í huga
að gistihúseigandinn þurfti ekki að
læra mörg tilsvör í hlutverki sínu, og
að stærð Walters myndi gera atriðið,
þegar gistihúseigandinn neitar Jósef
og Maríu um húsaskjól, áhrifaríkara.
Rétt áður en jólafríið hófst var svo
öllum aðstandendum barnanna
boðið á Litlu jól skólans þar sem nem-
endur, undir stjórn kennara sinna,
lögðu sig fram um að kynna ýmis
atriði í máli og söng og í margvís-
legum gervum. Og þáttur úr jóla-
*
*
*
w