Úrval - 15.12.1980, Page 14
12
Saga fyrir börn á öllum aldri
ÚRVAL
FEGURSTA
RÖS
HEIMSINS
— H. C.
Frá því er sagt, að einu sinni
var voldug drottning. Hún átti
fagran lystigarð, og uxu í hon-
um fegurstu blóm allra ársins
tíða og frá öllum heimsins lönd-
um, en það sem hún hafði
langmestar mætur á, voru rós-
imar, og af þeim átti hún hinar
sundurleitustu tegundir, neðan
frá villirósunum, sem spretta á
gerðum úti með grænum eplis-
angandi blöðum, og upp að
fegurstu Provence-rósum, og
Andersen —
uxu þær upp með múrveggjum
hallarinnar, vöfðu sig um súl-
urnar og gluggakisturnar, inn í
gangrúmin og uppi meðfram
loftum hallarsalanna, og voru
þær mjög margbreytilegar að
ilm, lit og lögun.
En nú ríkti hér inni sorg og
harmur. Drottningin lá á
sóttarsæng og læknarnir töldu
hana af.
,,Það er samt eitt, sem gæti
bjargað henni,” sagði sá meðal