Úrval - 15.12.1980, Page 15

Úrval - 15.12.1980, Page 15
FEGURSTA RÓS HEIMSINS 13 þeirra, sem vitrastur var. „Færið henni fegurstu rós heimsins, þá rósina, sem lýsir hinum æðsta og hreinasta kær- leika. Komi hún fyrir augu henni, áður en þau bresta, þá deyr hún ekki.” Og nú komu bæði ungir og gamlir hvaðanæva með rósir, — hinar fegurstu, sem blómg- uðust í hverjum jurtagarði, en það voru ekki þær rósir. Það varð að sækja blómið í jurta- garð kærleikans, en hver af rós- unum þar var sú, er lýsti hinum æðsta og hreinasta kærleika? Og skáldin kváðu um feg- urstu rós heimsins, og sinn nefndi hverja. Og boð fóru víða um lönd, til hvers eins hjarta, sem sló í kærleika. Það fóru boð til allra, hverrar stéttar eða á hvaða aldri, sem voru. ,,Enginn hefur ennþá nefnt blómið,” sagði vitringurinn. „Enginn hefur bent á staðinn, þar sem það spratt upp í dýrð sinni. Ekki eru það rósirnar frá kistu Rómeðs og Júlíu eða frá gröf Valborgar, þó þær rósir muni ávallt ilma í söng og sögu. Það eru ekki rósirnar, sem upp spretta af hinum blóðugu lensum Vínkelríðs, upp af hinu helga blóði, sem bogar úr brjósti hetjunnar, er lífið lætur fyrir ættjörðu sína, þó enginn dauði sé ljúfari og engin rós rauðari en það blóð, sem þar rennur. Ekki heldur er það undrablómið það, sem maðurinn ræktar og hirðir um, ár og dag út, og fórnar fyrir fjöri og heilsu um langar and- vökunætur í einslegum klefa — hin töfraríka rós vísindanna. ’ ’ ,,Ég veit hvar hún blómg- ast,” sagði hamingjusöm móðir, sem kom með kornungt barn sitt að hvílu drottningar- innar. ,,Ég veit hvar fegurstu rós heimsins er að finna, — þá rósina, sem lýsir hinum æðsta og hreinasta kærleika. Hún blómgast á rjóðu kinnun- um elsku barnsins míns, þegar það endurnært af svefninum opnar augun og brosir við mér með öllum sínum kærleika. ’ ’ ,,Fögur er sú rós, en til er önnur fegurri,” sagði vitring- urinn. ,Já, miklu fegurri,” sagði ein af konunum. ,,Ég hef séð hana, ég hef séð hana. Æðri og helgari rós er hvergi til. En hún
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.