Úrval - 15.12.1980, Page 15
FEGURSTA RÓS HEIMSINS
13
þeirra, sem vitrastur var.
„Færið henni fegurstu rós
heimsins, þá rósina, sem lýsir
hinum æðsta og hreinasta kær-
leika. Komi hún fyrir augu
henni, áður en þau bresta, þá
deyr hún ekki.”
Og nú komu bæði ungir og
gamlir hvaðanæva með rósir,
— hinar fegurstu, sem blómg-
uðust í hverjum jurtagarði, en
það voru ekki þær rósir. Það
varð að sækja blómið í jurta-
garð kærleikans, en hver af rós-
unum þar var sú, er lýsti hinum
æðsta og hreinasta kærleika?
Og skáldin kváðu um feg-
urstu rós heimsins, og sinn
nefndi hverja. Og boð fóru
víða um lönd, til hvers eins
hjarta, sem sló í kærleika. Það
fóru boð til allra, hverrar stéttar
eða á hvaða aldri, sem voru.
,,Enginn hefur ennþá nefnt
blómið,” sagði vitringurinn.
„Enginn hefur bent á staðinn,
þar sem það spratt upp í dýrð
sinni. Ekki eru það rósirnar frá
kistu Rómeðs og Júlíu eða frá
gröf Valborgar, þó þær rósir
muni ávallt ilma í söng og
sögu. Það eru ekki rósirnar,
sem upp spretta af hinum
blóðugu lensum Vínkelríðs,
upp af hinu helga blóði, sem
bogar úr brjósti hetjunnar, er
lífið lætur fyrir ættjörðu sína,
þó enginn dauði sé ljúfari og
engin rós rauðari en það blóð,
sem þar rennur. Ekki heldur er
það undrablómið það, sem
maðurinn ræktar og hirðir um,
ár og dag út, og fórnar fyrir
fjöri og heilsu um langar and-
vökunætur í einslegum klefa —
hin töfraríka rós vísindanna. ’ ’
,,Ég veit hvar hún blómg-
ast,” sagði hamingjusöm
móðir, sem kom með kornungt
barn sitt að hvílu drottningar-
innar. ,,Ég veit hvar fegurstu
rós heimsins er að finna, —
þá rósina, sem lýsir hinum
æðsta og hreinasta kærleika.
Hún blómgast á rjóðu kinnun-
um elsku barnsins míns, þegar
það endurnært af svefninum
opnar augun og brosir við mér
með öllum sínum kærleika. ’ ’
,,Fögur er sú rós, en til er
önnur fegurri,” sagði vitring-
urinn.
,Já, miklu fegurri,” sagði
ein af konunum. ,,Ég hef séð
hana, ég hef séð hana. Æðri og
helgari rós er hvergi til. En hún