Úrval - 15.12.1980, Side 16
14
ÚRVAL
var bleik á lit eins og blöð
terósarinnar. Ég sá hana á kinn-
um drottningarinnar. Hún
hafði lagt af sér ríkiskórónuna
og gekk sjálf sorgbitin með
barnið sitt sjúka liðlanga nótt-
ina, grét yfir því, kyssti það og
bað til guðs fyrir því, eins og
móðir á angistarstundu getur
framast beðið.”
,,Heilög og undursamleg er
hin hvíta rós sorgarinnar í öll-
um sínum mætti, en þó er það
ekki hún.”
,,Nei, fegurstu rós heimsins
sá ég frammi fyrir altari drott-
ins,” mælti biskupinn, guð-
hræddur og æruverðugur öld-
ungur. ,,Ég sá hana ljóma, og
var þá sem maður sæi engiis-
andlit. Yngismeyjarnar gengu
að guðs borði og endurnýjuðu
skírnarsáttmála sinn. Þar stóð
ein þeirra. Hún horfði með öll-
um hreinleika og kærleika sálar
sinnar upp til guðs. Sú rós lýsti
hinum hreinasta og æðsta
kærleika.”
, ,Blessuð sé hún,” sagði vitr-
ingurinn, ,,en enginn ykkar
hefur ennþá nefnt fegurstu rós
heimsins.”
Þá kom barn inn í stofuna,
kornungur sonur drottningar-
innar. Tárin stóðu í augum
hans og kinnar hans voru votar.
Hann bar stóra bók opna í flau-
elsbandi og með silfurspennsl-
um.
,,Móðir mín!” sagði litli
drengurinn, „heyrðu nú, hvað
ég hef lesið. ” Og barnið settist
hjá rúminu og las í bókinni um
hann, sem gaf sig sjálfan í
dauða á krossinum til að frelsa
mannkynið, — jafnvel óbornar
kynslóðir. ,,Meiri kærleikur er
ekki til. ”
Þá færðist rósfagur roðablær
yfir kinnar drottningarinnar,
augu hennar urðu svo stór og
björt, því upp frá blöðum bók-
arinnar sá hún lyftast hina feg-
urstu rós heimsins, ímynd
þeirrar, sem upp spratt af blóði
Krists á krossinum.
,,Ég sé hana,” sagði hún.
,,Sá deyr aldrei, sem þá rós
lítur augum, fegurstu rósina á
jarðríki.”
★