Úrval - 15.12.1980, Síða 18
16
ÚRVAL
,, Ungur. Gamall. Þetta eru aðeins
orð, ” segir þessi
óviðjafnanlega stjarna.
,,GUÐ MINN
GÖÐUR! ’ ’
ÞETTA ER
GEORGE
BURNS!
— Maurice Zolotow —
vjívitvKvKvK áttugasta og fjórða
*-----------
\v
V*s
>y.
F
A
aldursári sínu er George
tp Burns ein vinsælasta
stjarnan í Hollywood.
vK'viívKviívií Bók hans „Þriðji hring-
urinn”, sem eru fyndnar endur-
minningar hefur slegið í gegn. Fyrsta
plata hans með „country-music”
hefur einnig verið hljóðrituð, og eitt
laga hennar, ,,Ég vildi ég væri aftur
orðinn átján” komst á vinsældalist-
ann.
Ég spurði hann hvort hann langaði
raunverulega til þess að verða 18 ára
aftur.
„Þegar ég var 18 ára fór ég út með
ungum stúlkum,” sagði hann. ,,Nú
er ég 84 ára gamall og enn fer ég út
með ungum stúlkum.’’
George Burns er elskulegur,
töfrandi og hnyttinn, og það er eins
og hann hafni hinni viðteknu venju
að með aldrinum eigi maður að öðlast
ákveðna ró. Hann borðar, drekkur og
reykir á þann hátt að hvaða lækni sem
er ofbyði. Magi hans virðist vera stál-
hraustur. Hádegi nokkurt sat hann og
skoðaði matseðilinn.
,,Ég ætla að fá saltkjötskássuna og
brennið hana örlítið,” tautaði
George. ,,Ég vil líka fá tómata með
hýðinu. I guðanna bænum ekki
afhýða tómatana. Fólk spyr mig
hvernig ég fari að því að halda mér