Úrval - 15.12.1980, Síða 20

Úrval - 15.12.1980, Síða 20
18 ÚRVAL Það var alltaf yfirborðslegt og rangt á einhvern hátt. Hann vissi, án þess að hafa um það stór orð, að hann var að reyna að „leika”. En hann vissi jafn- framt að það sem hann þurfti að gera var að lifa sig inn í hlutverkið og fá það á tilflnninguna eins og um hans eigin persónuleika væri að ræða. Þess vegna lætur hann, þegar hann er spurður, eins og leikur sé „leikur einn”. ,,Hvað er leikur eftir allt saman?” spyr hann. „Einhver segir halló við mig og ég segi halló til baka. Richard Benjamin segir mér að koma inn og ég fer inn. Ef ég bíð frammi á gangi þá er ég lélegur leikari. Ef ég geng inn er ég góður leikari. ’ ’ Burns segir hluti sem þessa með djúpri barítónröddu, hefur stóran vindil á milli varanna og ekki er laust við að góðlátleg kímnin glampi í augum hans. Allir sem einhvem tíma hafa reynt sig á leiklistarbrautinni vita að miklum mun erflðara er að skila línu eins og „Viltu gera svo vel að rétta mér saltið”, á sannfærandi hátt heldur en heilmiklu móðursýkis- atriði. Burns tókst sem sagt í sinni fyrstu kvikmynd að ná valdi á einföldum, náttúrlegum og heiðar- legum leikstíl þar sem hann túlkaði eigin ástríður og tilflnningar í orðum og athöfnum „Sólskinsdrengjanna”. Þegar hann vann sín fyrstu óskars- verðlaun fyrir besta aukahlutverkið var hann 80 ára gamall. George Burns fæddist 20. janúar 1896 og var þá geflð nafnið Nathan Birnbaum. Hann fæddist í fátækra- hverfi á austur Manhattan. Nánir vinir hans kalla hann enn „Natty”. Hann átti sjö systur og fjóra bræður. Faðir hans lést þegar hann var sjö ára gamall og fjölskyldan, sem alltaf hafði verið fátæk, varð nú enn fátækari. Þegar George var flmmtán ára vissi hann að draumur hans var að verða fjölleikastjarna. Hann sýndi listir sínar á skautum, vann með fjöl- leikasel og sýningarhundum, sýndi dansa og sagði brandara. Mest af öllu þráði hann þó að verða fágaður, veraldarvanur söngvasemjandi og flytjandi. Hann hafði ekki trú á að hann hefði neista grínistans, en það hafði Gracie Allen hins vegar. Hún var írsk -katólsk stúlka frá San Francisco sem vildi komast í skemmtanaiðnaðinn. Þau hittust í fyrsta sinn 1923. Hjá George var það ást við fyrstu sýn. 1926 gengu þau í hjónaband og þáttur þeirra „Lambakótilettur” sá dagsins ljós. Tjaldið var dregið frá og þau sáust úti á götu. Þau töluðu hreina þvælu í um það bil fimmtán mínútur. George varpaði fram skynsamlegum athugasemdum eða spurði krefjandi spurninga og svörin sem hann hlaut frá stóreygðri, brosandi og kjánalegri Gracie vom með öllu óskiljanleg. Þátturinn hlaut nafn sitt vegna eftir- farandi atriðis: Burns: Ertu gefln fyrir ástir? Allen: Nei. Burns: Ertu gefln fyrir kossa?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.