Úrval - 15.12.1980, Side 25
65 MILLJÓN KONUR VILJA MANNINN MINN
23
ekki staðist freistinguna. Spurning-
arnar byrjuðu á þessa leið:
Þú og eiginmaður þinn eruð ein
saman í sumarhúsi í fyrsta sinn síðan
þið giftust. Hapn er að narta I eyrað á
þér. Hvort ger'if þú: (a) narta á mðti
eða: (b) segja honum að það renni I
klðsettið?
Eiginmaðurinn kemur óvænt heim
um miðjan dag. Hvort gerir þú: (a)
klæðir þig ögrandi og gerir honum
tilboð sem hann getur ekki hafnað,
eða: (b) lætur hann eiga sig og ferð I
mótmælagöngu?
Maðurinn þinn býður þér með á
ráðstefnu, þar sem þið getið aðeins
átt kvöldin ein. Hvort gerir þú: (a)
útvegar barnfóstru og ferð eða: (b)
segir að nú sé rétti tíminn til að vera
heima og mála svefnherbergið?
Ég þurfti ekki að halda áfram.
Úrslitin voru augljós. Ég var kona sem
dekraði ekki við manninn sinn og'
fullnægði ekki þörfum hans. Kannski
hafði Phyllys rétt fyrir sér. Kannski
vorum við þrælar vanans. Við vorum
bara venjulegt fólk — ef ég ætti að
fara að vappa í kringum hann fyndist
mér ég vera kjánaleg. En á hinn
bóginn, hvað ef sá tími kæmi að hann
yrði þurfandi fyrir undanrennu? Ef
Marybelle Morganstein hringdi I
eiginmann sinn á skrifstofuna á
hverjum degi, bara til að mása I eyrað
á honum, var það kannski þess virði.
Daginn eftir kallaði maðurinn
minn framan úr baðherberginu:
,,Hvað erþetta?”
Ég hafði skrifað með varalit á
spegilinn: ,,65 MILLJÓN KONUR
VILJA MANNINN MINN!
,,Elskan mín, þetta er bara til að
minna mig á hversu hamingjusöm ég
er yfír að eigaþig.”
Hann athugaði spegilinn vandlega
ogsagði: „Nefndu einhvernöfn.”
, ,Ekki vera styggur. Marybelle
Morganstein segir að ef konur fari
betur með mennina sina verði þeir
ekki lausirí rásinni.”
,,Hver er Marybelle Morganstein,
og hvað á þetta að þýða?”
,,Hún ætlar að koma dálitlu lífi I
hjónaband okkar. Hér er rakvélin
þín, baðhandklæðið, sápan og
sjampóið.”
,,Hvar er gúmmíöndin mín?”
spurði hann argur.
,,Og greiðan þín, svitalyktar-
eyðirinn, hrein skyrta og buxurnar
þínar. Leyfðu mér taka lokið af þessu
fyrirþig.”
KOMDU ÞÉR UT ÚR BAÐHER-
BERGINU!” æpti hann milli saman-
bitinna tanna.