Úrval - 15.12.1980, Page 26
24
ÚRVAL
Stuttu seinna stóð ég við
innkeyrsluna hjá okkur, hélt á skjala-
töskunni hans og sagði rámum rómi:
, ,Ég hringi í þig í vinnuna. ’ ’
Þegar hann var farinn sneri ég mér
aftur að „HIN ÖFULLKOMNA
KONA”, mér til stuðnings.
Stuðningurinn birtist á blaðsíðu 110.
,,I skoðanakönnun sem náði til
10.000 karlmanna,” stóð þar,
„sagðist helmingur vera konum
sínum ótrúr og flestir sögðu að þeir
þörfnuðust að þeim væri sýnd llkam-
leg blíða’ ’.
Rétt eftir hádegismatinn hringdi
égí manninn minn.
„Halló,” sagði ég og reyndi að láta
röddina vera djúpa. „Geturðu komið
snemma heim?”
,,Hvað er að?” spurði hann.
, ,Þarftu til tannlæknis? ’ ’
,,Komdu snemma heim og við
getum verið út af fyrir okkur. ’ ’
,,Viltu bíða aðeins,” sagði hann.
, ,Það er einhver í hinum slmanum. ’ ’
Ég lagði á og sneri mér aftur að bók
Marybelle. „Drífðu drungann af
eiginmanninum með því að taka á
móti honum við dyrnar klædd ein-
hverju hugmyndaríku, svo sem
búningi fagnaðarlátastjórnanda, kan-
ínu eða tatarastúlku. ’ ’
Búning. Var henni alvara? Meira
að segja á grímuböllum setti ég brún-
an pappírspoka yfir höfuðið á
krökkunum, skar göt fyrir augun og
sagði þeim að segja öllum að mamma
þeirra hefði orðið að ganga undir
uppskurð. Búningar voru ekki mín
sterka hlið. En ég fór í gegnum fata-
skápana. Það eina brúklega var knatt-
spyrnubuxur sonar mlns, peysa, skór
og hjálmur.
Þegar ég heyrði bíl keyra heim að
húsinu hentist ég út í dyrnar og
hrópaði: „Ekkertmarkennþá.”
Viðgerðarmaðurinn sagði ekkert í
nokkrar mínútur. Hann horfði aldrei
í augun á mér. Hann bara starði á
gólfið og tautaði: „Það stendur hér á
vinnuseðlinum að þurrkarinn hjá þér
hitni ekki.”
Ég ræskti mig: „Rétt, komdu inn.
Þurrkarinn er við hliðina á þvotta-
vélinni þarna hinum megin við
þröngu dyrnar.” Hvorugt okkar sagði
neitt. Eina hljóðið sem heyrðist var
glamrið í tröppunum undir
knattspyrnuskónum þegar ég hreyfði
mig til. Hann vann þögull og ég
hvarf yfir í hinn enda hússins.
Ég fór úr knattspyrnubúningnum
og í mín venjulegu föt. Eg var ekki