Úrval - 15.12.1980, Síða 33
ÞÆTTIR AF LEIR ULÆKJAR -FÚSA
31
„Koppinn ber ég hægtáherðum,
hallast hvergi má,
fallegt þing með fjórum gjörðum,
Fúsi kallinn á.”
Síðan leysir hann koppinn af
herðum sér og setur undir bekk og
sest síðan niður. Þegar prestur snýr sér
fram til að tóna guðspjall stendur
Fúsi upp eins og siður er til. Tekur
hann nú koppinn og pissar í og býður
sessunautum sínum, en þeir fussa og
þiggja ei sem nærri má geta; setur
hann þá enn undir bekkinn nætur-
gagn sitt og situr meðan Credo er
sungin, en í þvt prestur gengur frá
altari til stóls stendur Fúsi upp og
tekur aftur næturgagn sitt og kastar
enn af sér vatni og sest niður aftur og
situr nú kyrr meðan prestur prédikar.
Talar prestur um það í ræðu sinni
hvörsu hættulegt sé andvaraleysið og
hræðilegt muni á dómsdegi ástand
hinna andvaralausu þegar dómarinn
mikli segi við þá: „Farið frá mér,
bölvaðir, í þann eilífa eld sem fyrir-
búinn er djöflinum og öllum hans
árum.” Þegar presturinn mælir þess-
um orðum stendur Fúsi upp og
gengur fram að prestkonusæti og
þrífur í hönd hennar og segir hátt:
„Komum við þá, Randalín, til okkar
talar presturinn.” Prestkonan streittist
við og sat kyrr, en Fúsi gekk aftur til'
sætis síns og situr til prédikunarloka. En
meðan prestur gengur úr stól til altaris
tekur Fúsi kopp sinn í báðar
hendur og leggur af stað með fram
eftir kirkju og kveður um leið við
raust:
,, Mikið tek ég mér í fang,
maðurinn handaloppinn;
Ljáið þið mér nú liðugan gang
að lalla út með koppinn. ’ ’
Miðinn íhandbókinni
Einu sinni þegar Fúsi var við Álfta-
nesskirkju komst hann að þvx að séra
Jón Halldórsson var beðinn að taka
fólk til bænar og hafði látið miða með
nöfnum þeirra innan í handbókina.
Af því Fúsi sat öðru megin við altarið
náði hann miðanum á meðan prestur
sneri sér fram og tónaði, en stakk
öðrum miða með þessum hending-
um á aftur inn í handbókina:
„Nikulás langi
með hund í fangi;
Halldór krakur,
Baulubakur;
Valgerður flæða,
Lambastaða læða,
Imba Pula,
Valka gula,
Kristín skita,
sem allt vildi vita;
Gunnapysja,
tíkin Ysja
og Krunki.”
Þegar prestur ætlaði að fara að
biðja fyrir sjúkum á eftir komst hann
í mestu vandræði af því Fúsi hafði
skipt um miðana.
Fúsi mætir Gróu
Einhvörn tíma var Fúsi á ferð og