Úrval - 15.12.1980, Síða 38
36
ÚRVAL
fjörgamla fólk þjáðist af beina-
rýrnun,” sagði einn talsmanna
hópsins. ,,En í ljós kom, að ástandið
svaraði fullkomlega til hins rétta
aldurs. Það var bara aldurinn, sem
sagður var annar en hann var. ’ ’
Medical World News
Ég á bil en vinur minn ekki, þegar við höfum verið saman að
skemmta okkur keyri ég hann heim. Þegar gamla frænka mín vissi
þetta mislíkaði henni.
„Gleymdu þessu kvennafrelsi,” sagði hún. ,,Það er ekki rétt að
keyra karlmann heim. Hann hættir að bera virðingu fyrir þér. Gefðu
honum heldur fyrir leigubíl. ” — Marcy Dahlmann
Eg bjó með stúlkunni minni tvö síðustu árin sem ég var í háskóla, ég
hélt þessu leyndu fyrir pabba mínum og mér leið ekki vel með það.
Þegar við svo ákváðum brúðkaupsdaginn létti mér við að geta hringt
til hans og sagt honum tíðindin. Hann hafði varla tekið upp tólið
þegar ég hafði sagt honum fréttirnar. , ,Er það ekki dásamlegt?
Við hinn enda línunnar var löng þögn svo sagði hann: ,,Eg veit
það ekki. Eins og skilnaðartíðnin er há nú til dags væri kannski rétt-
ara af ykkur að prófa að búa saman áður. ” JhomasG. Gerhing
Við hjónin vorum búin að týna áttunum svo við stönsuðum hjá
bónda sem vann á akri rétt við veginn. Við spurðum hann hvernig við
kæmust til Cutler.
,,Þið haldið beint áfram og takið annan veg til hægri,” sagði
hann. ,,Eða þriðja?” Hann beið nokkur andartök svo birti yfir
honum. ,,Nú hef ég það. Haldið beint áfram þar til þið sjáið vatns-
geyminn í Lubec. Þegar þið sjáið hann eruð þið komin of langt.
Snúið þá við og takið annan veg á vinstri hönd. ’ ’ Við gerðum eins og
maðurinn sagði okkur og komumst rétta leið.
— Kenneth F. Renshaw.
Engu er eins réttlátlega skipt og almennri skynsemi — engum finnst
hann þurfa meira af henni en hann hefur.
— Descartes
Stöðumælaþjófur var handtekinn í Denver þegar hann kom inn á
lögreglustöð til að borga vin sinn lausan — og taldi fram 400 þúsund
krónurísmápeningum. __g ^