Úrval - 15.12.1980, Page 45
ÞAÐ SEM BARN KANN. .
43
kunnugleg rödd, verður barnið
órólegt.
Annað hljóðið er merki um
óánægju eða vanlíðan. Það er samt
ekki hættumerki heldur eins konar
tilkynning, er segir: ,,Mér líður ekki
vel’ ’, til dæmis ef móðirin hefur verið
of harðhent við að hreinsa eyra eða
þurrka nef barnsins. Ef óánægju-
merkið er ekki skilið og hin óþægi-
lega tilfínning varir áfram, breytist
óánægjuhljóðið í óp.
Þriðja hljóðið gefur barnið frá sér í
svefni. Jafnvel þótt barninu líði vel,
gefur dauft, vart heyranlegt hljóð til
kynna á 15-20 sekúndna fresti að allt
sé í lagi.
Fjórða hljóðið er merki til móður-
innar meðan á brjóstgjöf stendur, að
mjólkin komi eðlilega og þar af
leiðandi skuli stellingunni haldið
óbreyttri.
Loks er fimmta hljóðið, sem hefur
verið kallað samræmismerkið. Það er
hljóð, sem barnið gefur frá sér í
örmum móðurinnar og merkir að því
líði ágætiega, að lífið sé dásamlegt.
Skilningur á þessum hljóðum mun
gera gæslu nýfæddra barna virkari,
hefja hana yfir móðurhugboðsstigið,
sem hinn kunni pólski læknir og
fræðari Janusz Korczak kallaði
„dásamlegan bandamann og
verndarengil barnsins”. Vitundin um
merkin fimm mun stuðla að því að
koma í veg fyrir að tengsl rofni og
hindra gagnkvæma óvissu í samskipt-
um móður og barns hennar.
Jafnvel þær fáu athuganir, sem hér
hefur verið drepið á, sýna ótvírætt, að
fæðing barns er ekki aðeins sá
upphafspunktur sem líf þess er
miðað við, heldur og alvarleg
prófraun lífshæfni þess. Háþróuð
vera, búinöllum eiginleikum ,,homo
sapiens”, er að hefja göngu sína. ★