Úrval - 15.12.1980, Page 49
47
Undir grænum blööum
mistilteinsins
má kyssa þann eða þá
sem við hittum.
HINN
RÓMANTÍSKI
MISTILTEINN
JÖLANNA
— Greg Keegan —
*****
*
>!-.
. V
A
*
*
>y ys. >y. M'.
/In /,\ /I\ /t\
aðfangadagskvöld má
finna á mörgum heim-
ilum, — innan um
grenigreinar og margvís-
legt jólaskraut, —
vöndul af litlum vorgrænum kvistum
. . . mistilteina. Sem jólaskraut er
mistilteinninn rómantísk erfðavenja,
fengin að láni hjá Englendingum.
Samkvæmt gömlum leikreglum er
öllum leyft, á hvaða aldri sem þeir
eru, körlum og konum, að kyssa
sérhvern þann af hinu gagnstæða
kyni sem þau mæta undir mistiltein-
inum, og það eins oft og ber eru
mörg á greinunum. Einn koss fyrir
hvert ber, — hvorki meira né minna.
En mistilteinninn er margt fleira
en gleðigjafi á jólum. Til eru meira
en þúsund tegundir af þessum merki-
lega runna, — tegundir sem vaxa
innan um greinar hárra trjáa og lifa á
þeim sem sníkjuplöntur að einhverju
eða öllu leyti. Með fagurgrænum lit
sínum gefa þær náttúrunni aukið
gildi, en á þessum tíma er hún
einmitt jafnan grá og guggin og
jörðin oft alþakin snjó.