Úrval - 15.12.1980, Page 53
HINN RÓMANTÍSKI MISTILTEINNJÓLANNA
51
og yfirleitt er alltaf hljótt um.
Gagnstætt jólamistilteininum lifir
þessi dvergtegund algjörlega á fóstur-
trénu og framleiðir enga næringu
sjálf. Tré þau sem verða fyrir ásókn
þessara fósturbama eru næmari fyrir
sjúkdómum og verða fyrir meiri
ásókn skordýra en önnur tré og deyja
því fyrr.
En sníkjuplantan er ekki algeng.
Sú tegund, sem að mestu hefur að-
eins bólstað á öðrum trjám, er þeim
skaðlaus að kalla en oft til mestu
prýði. ★
Kona við aðra konu: ,,Hann bauð mér í konunglega máltíð. Fyrst
fengum við okkur Kóngsborgara og á eftir Dairy Queen!”
S.F.
Muhammed Ali er þekktur fyrir að skafa ekki utan af hlutunum. Sá
boðskapur sem hann flutti nemendum í þjóðfélagsfræði í New York
City’s New School var ekki undantekning:
Verið í háskóla.
Tileinkið ykkur þekkinguna.
Verið þar til þið eruð búnir.
Ef þeir geta gert pensilín úr gamalli kexköku
geta þeir örugglega gert eittbvað úr ykkur.
—Jet
Dag einn þegar hagfræðiprófessorinn okkar var búinn að skila
prófunum okkar leiðréttum kom örvæntingarfullur nemandi til hans
og bað hann að yfirfara útkomuna úr hans prófi.
Hann benti honum eins kurteislega og hann gat á að spurning sem
hann hafði svarað rangt og átti að gefa 25 punkta rétt, hafði verið
metin á 30 punkta í frádrætti.
Prófessorinn leit yfir prófið og rétti unga manninum það aftur með
þjáningu í svip og sagði: , ,En þetta var svo vitlaust. ’ ’
— D. K.
Kennari í námshóp spurði eldri nemanda af hverju hann langaði í
menntaskóla: ,,Ég er bílstjóri,” svaraði hann ,,og mig langar að
vinna mig upp úr framsætinu í aftursætið. ’ ’
— R. L.